Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 10:55 Selfie með Óttarri Proppé eftir tónleika Pollapönks á Thorsplani = Oddviti og eldhress stuðningsmaður. Myndgáta: hvort er stuðningsmaðurinn? Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í haust. Guðlaug Kristjánsdóttir er fædd árið 1972. Hún er sjúkraþjálfari og hefur sinnt því starfi meðal annars á Landspítala og á eigin stofu sem hún stofnaði í heimabæ sínum Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum. Guðlaug hefur verið formaður Bandalags háskólamanna frá árinu 2008. Hún er gift og á þrjá syni á grunnskólaaldri. Helstu áherslur Guðlaugar eru: Að Hafnarfjörður sé lifandi bær með burðugt og fjölbreytt mann- og atvinnulíf. Vel skipulögð byggð sem styður við lýðheilsu. Hafnfirðingar séu góðir gestgjafar, taki vel á móti jafnt nýjum bæjarbúum, ferðamönnum, öðrum gestum og hver öðrum. Breytingar í vinnubrögðum bæjarstjórnar, sátt um langtímaáætlun, minni átök. Frjálslynd afstaða sem styður fjölbreytni í allri sinni mynd. Þjónandi forysta sem virkjar bæjarbúa betur í ákvarðanatöku um eigin hag og þorir að spyrja spurninga frekar en að þykjast hafa öll svör. Mannréttindi og jafnrétti, alúð og ábyrgð. Að pólitík verði mannlegri og skemmtilegri í Hafnarfirði, almennt ríki minna vesen og meiri gleði. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mosavaxna lautin þar sem maður leggst niður og horfir til himins. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Núið. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sumargrillmatur, lamb, kartöflur og grænmeti með ferskri sósu. Hvernig bíl ekur þú? Suzuki Splash – fyrir bílastæðaklukkuna. Besta minningin? Að fá nýfætt barn í fangið. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Tímanum sem ég hef varið í óþarfa áhyggjur og andvökur. Draumaferðalagið? Jakobsstígurinn, gangandi. Hefur þú migið í saltan sjó? Örugglega einhvern tímann. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið mitt er nú helst skrýtið þegar ég er ekki að gera eitthvað skrýtið og nýtt. Hefur þú viðurkennt mistök? Oft og mörgum sinnum – og er ekki hætt. Hverju ertu stoltust af? Fólkinu mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected]. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í haust. Guðlaug Kristjánsdóttir er fædd árið 1972. Hún er sjúkraþjálfari og hefur sinnt því starfi meðal annars á Landspítala og á eigin stofu sem hún stofnaði í heimabæ sínum Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum. Guðlaug hefur verið formaður Bandalags háskólamanna frá árinu 2008. Hún er gift og á þrjá syni á grunnskólaaldri. Helstu áherslur Guðlaugar eru: Að Hafnarfjörður sé lifandi bær með burðugt og fjölbreytt mann- og atvinnulíf. Vel skipulögð byggð sem styður við lýðheilsu. Hafnfirðingar séu góðir gestgjafar, taki vel á móti jafnt nýjum bæjarbúum, ferðamönnum, öðrum gestum og hver öðrum. Breytingar í vinnubrögðum bæjarstjórnar, sátt um langtímaáætlun, minni átök. Frjálslynd afstaða sem styður fjölbreytni í allri sinni mynd. Þjónandi forysta sem virkjar bæjarbúa betur í ákvarðanatöku um eigin hag og þorir að spyrja spurninga frekar en að þykjast hafa öll svör. Mannréttindi og jafnrétti, alúð og ábyrgð. Að pólitík verði mannlegri og skemmtilegri í Hafnarfirði, almennt ríki minna vesen og meiri gleði. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mosavaxna lautin þar sem maður leggst niður og horfir til himins. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Núið. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sumargrillmatur, lamb, kartöflur og grænmeti með ferskri sósu. Hvernig bíl ekur þú? Suzuki Splash – fyrir bílastæðaklukkuna. Besta minningin? Að fá nýfætt barn í fangið. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Tímanum sem ég hef varið í óþarfa áhyggjur og andvökur. Draumaferðalagið? Jakobsstígurinn, gangandi. Hefur þú migið í saltan sjó? Örugglega einhvern tímann. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið mitt er nú helst skrýtið þegar ég er ekki að gera eitthvað skrýtið og nýtt. Hefur þú viðurkennt mistök? Oft og mörgum sinnum – og er ekki hætt. Hverju ertu stoltust af? Fólkinu mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected].
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28
Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02