Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 10:55 Selfie með Óttarri Proppé eftir tónleika Pollapönks á Thorsplani = Oddviti og eldhress stuðningsmaður. Myndgáta: hvort er stuðningsmaðurinn? Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í haust. Guðlaug Kristjánsdóttir er fædd árið 1972. Hún er sjúkraþjálfari og hefur sinnt því starfi meðal annars á Landspítala og á eigin stofu sem hún stofnaði í heimabæ sínum Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum. Guðlaug hefur verið formaður Bandalags háskólamanna frá árinu 2008. Hún er gift og á þrjá syni á grunnskólaaldri. Helstu áherslur Guðlaugar eru: Að Hafnarfjörður sé lifandi bær með burðugt og fjölbreytt mann- og atvinnulíf. Vel skipulögð byggð sem styður við lýðheilsu. Hafnfirðingar séu góðir gestgjafar, taki vel á móti jafnt nýjum bæjarbúum, ferðamönnum, öðrum gestum og hver öðrum. Breytingar í vinnubrögðum bæjarstjórnar, sátt um langtímaáætlun, minni átök. Frjálslynd afstaða sem styður fjölbreytni í allri sinni mynd. Þjónandi forysta sem virkjar bæjarbúa betur í ákvarðanatöku um eigin hag og þorir að spyrja spurninga frekar en að þykjast hafa öll svör. Mannréttindi og jafnrétti, alúð og ábyrgð. Að pólitík verði mannlegri og skemmtilegri í Hafnarfirði, almennt ríki minna vesen og meiri gleði. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mosavaxna lautin þar sem maður leggst niður og horfir til himins. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Núið. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sumargrillmatur, lamb, kartöflur og grænmeti með ferskri sósu. Hvernig bíl ekur þú? Suzuki Splash – fyrir bílastæðaklukkuna. Besta minningin? Að fá nýfætt barn í fangið. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Tímanum sem ég hef varið í óþarfa áhyggjur og andvökur. Draumaferðalagið? Jakobsstígurinn, gangandi. Hefur þú migið í saltan sjó? Örugglega einhvern tímann. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið mitt er nú helst skrýtið þegar ég er ekki að gera eitthvað skrýtið og nýtt. Hefur þú viðurkennt mistök? Oft og mörgum sinnum – og er ekki hætt. Hverju ertu stoltust af? Fólkinu mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected]. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í haust. Guðlaug Kristjánsdóttir er fædd árið 1972. Hún er sjúkraþjálfari og hefur sinnt því starfi meðal annars á Landspítala og á eigin stofu sem hún stofnaði í heimabæ sínum Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum. Guðlaug hefur verið formaður Bandalags háskólamanna frá árinu 2008. Hún er gift og á þrjá syni á grunnskólaaldri. Helstu áherslur Guðlaugar eru: Að Hafnarfjörður sé lifandi bær með burðugt og fjölbreytt mann- og atvinnulíf. Vel skipulögð byggð sem styður við lýðheilsu. Hafnfirðingar séu góðir gestgjafar, taki vel á móti jafnt nýjum bæjarbúum, ferðamönnum, öðrum gestum og hver öðrum. Breytingar í vinnubrögðum bæjarstjórnar, sátt um langtímaáætlun, minni átök. Frjálslynd afstaða sem styður fjölbreytni í allri sinni mynd. Þjónandi forysta sem virkjar bæjarbúa betur í ákvarðanatöku um eigin hag og þorir að spyrja spurninga frekar en að þykjast hafa öll svör. Mannréttindi og jafnrétti, alúð og ábyrgð. Að pólitík verði mannlegri og skemmtilegri í Hafnarfirði, almennt ríki minna vesen og meiri gleði. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mosavaxna lautin þar sem maður leggst niður og horfir til himins. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Núið. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sumargrillmatur, lamb, kartöflur og grænmeti með ferskri sósu. Hvernig bíl ekur þú? Suzuki Splash – fyrir bílastæðaklukkuna. Besta minningin? Að fá nýfætt barn í fangið. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Tímanum sem ég hef varið í óþarfa áhyggjur og andvökur. Draumaferðalagið? Jakobsstígurinn, gangandi. Hefur þú migið í saltan sjó? Örugglega einhvern tímann. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið mitt er nú helst skrýtið þegar ég er ekki að gera eitthvað skrýtið og nýtt. Hefur þú viðurkennt mistök? Oft og mörgum sinnum – og er ekki hætt. Hverju ertu stoltust af? Fólkinu mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected].
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28
Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02