Landsbankinn keypti byggingarrétt við Austurhöfn fyrir nýjar höfuðstöðvar sínar á 957 milljónir króna nú í maí að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Situs ehf., sem heldur utan um sölu á byggingarrétti á byggingarreitum á svæðinu.
Situs er 54 prósent í eigu Ríkissjóðs og 46 prósent í eigu Reykjavíkurborgar.
Félagið seldi fjóra byggingarrétti frá september 2013 til maí 2014, reit 1 til Stólpa III ehf., samtals 9.750 fermetra fyrir 750 milljónir. Þá keypti félagið Landbakki ehf. reit 2 í mars í fyrra fyrir tæplega 800 milljónir en um var að ræða 15.500 fermetra. Þá keypti félagið Auro Investment ehf. 30 þúsund fermetra í október 2013 fyrir 1.825 milljónir.
Lóðirnar fjórar hafa þannig samtals selst fyrir rúmlega 4,3 milljarða króna.
