Hetjudáðir íslenskra þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni vekja athygli Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2014 12:19 Á bílavefnum Jalopnik er nú greint frá magnaðri björgun íslensku Landhelgisgæslunnar þar sem veikum sjómanni af stóru flutningaskipi er bjargað í kolvitlausu veðri. Með fréttinni fylgir sex og hálfrar mínútna myndskeið af björguninni og sést það hér. Það vekur eðlilega athygli þeirra hjá Jalopnik hversu djarfir þyrluflugmennirnir eru sem og allir þeir sem koma að björguninni. Á meðan á henni stendur skoppar stórt flutningaskipið, sem vegur tugi þúsunda tonna, undir þyrlunum eins og korktappi á úfnum sjó Atlantshafsins. Það eru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem koma að björguninni, Super Puma vélar, og úr báðum þeirra sjást myndir af aðförunum, sem sannarlega eru djarfar og hættulegar. Djörfung íslenskra þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni er okkur Íslendingum kunn, en það yljar landanum að sjá að hún vekur einnig aðdáun um allan heim. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent
Á bílavefnum Jalopnik er nú greint frá magnaðri björgun íslensku Landhelgisgæslunnar þar sem veikum sjómanni af stóru flutningaskipi er bjargað í kolvitlausu veðri. Með fréttinni fylgir sex og hálfrar mínútna myndskeið af björguninni og sést það hér. Það vekur eðlilega athygli þeirra hjá Jalopnik hversu djarfir þyrluflugmennirnir eru sem og allir þeir sem koma að björguninni. Á meðan á henni stendur skoppar stórt flutningaskipið, sem vegur tugi þúsunda tonna, undir þyrlunum eins og korktappi á úfnum sjó Atlantshafsins. Það eru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem koma að björguninni, Super Puma vélar, og úr báðum þeirra sjást myndir af aðförunum, sem sannarlega eru djarfar og hættulegar. Djörfung íslenskra þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunni er okkur Íslendingum kunn, en það yljar landanum að sjá að hún vekur einnig aðdáun um allan heim.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent