Náðu markmiðum þínum 2. júní 2014 00:01 Mynd/gettyimages Margir eru með háleitar hugmyndir um framtíðina og það hvert þeir vilja stefna. Það er eitt að láta sig dreyma daginn út og inn og annað að framkvæma þau markmið sem maður hefur einsett sér að ná. En hvernig ge tur maður náð haldi á dagdraumunum, blásið í þá lífi og togað þá til sín í raunveruleikann? Margir hafa náð góðum árangri með SMART reglunni en gott er að hafa hana til viðmiðunar þegar setja skal sér markmið. En fyrir hvað stendur SMART reglan?S stendur fyrir sértækt, þannig að hægt sé að skilgreina vel það sem við viljum ná.M stendur fyrir mælanlegt, en það auðveldar fólki að mæla og meta árangurinn.A stendur fyrir aðlaðandi, en það er að sjálfsögðu grundvallaratriði að okkur langi virkilega til að ná markmiðinu. R stendur fyrir raunhæft sem auðveldar okkur að halda okkur á áætlun.T stendur fyrir tímasett, en ef við ákveðum tímann fyrirfram er miklu líklegra að við leggjum meira á okkur til að ná markmiðum okkar á réttum tíma. Á meðan við erum að æfa okkur að setja markmið getur verið gott er að setja sér minni markmið til að byrja með sem auðvelt er að ná. Þannig fáum við sjálfstraust til þess að takast á við stærri verkefni. Svo er nauðsynlegt að hafa það til hliðsjónar að Róm var ekki byggð á einum degi og það tekur allt sinn tíma. Ekki missa þolinmæðina þó að vindar á móti blási og mundu að hugsa að það sé alltaf eitthvað gott sem bíður þín. Hér má svo finna frábært app fyrir Iphone eða Ipadinn og hér fyrir Android stýrikerfið. Heilsa Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið
Margir eru með háleitar hugmyndir um framtíðina og það hvert þeir vilja stefna. Það er eitt að láta sig dreyma daginn út og inn og annað að framkvæma þau markmið sem maður hefur einsett sér að ná. En hvernig ge tur maður náð haldi á dagdraumunum, blásið í þá lífi og togað þá til sín í raunveruleikann? Margir hafa náð góðum árangri með SMART reglunni en gott er að hafa hana til viðmiðunar þegar setja skal sér markmið. En fyrir hvað stendur SMART reglan?S stendur fyrir sértækt, þannig að hægt sé að skilgreina vel það sem við viljum ná.M stendur fyrir mælanlegt, en það auðveldar fólki að mæla og meta árangurinn.A stendur fyrir aðlaðandi, en það er að sjálfsögðu grundvallaratriði að okkur langi virkilega til að ná markmiðinu. R stendur fyrir raunhæft sem auðveldar okkur að halda okkur á áætlun.T stendur fyrir tímasett, en ef við ákveðum tímann fyrirfram er miklu líklegra að við leggjum meira á okkur til að ná markmiðum okkar á réttum tíma. Á meðan við erum að æfa okkur að setja markmið getur verið gott er að setja sér minni markmið til að byrja með sem auðvelt er að ná. Þannig fáum við sjálfstraust til þess að takast á við stærri verkefni. Svo er nauðsynlegt að hafa það til hliðsjónar að Róm var ekki byggð á einum degi og það tekur allt sinn tíma. Ekki missa þolinmæðina þó að vindar á móti blási og mundu að hugsa að það sé alltaf eitthvað gott sem bíður þín. Hér má svo finna frábært app fyrir Iphone eða Ipadinn og hér fyrir Android stýrikerfið.
Heilsa Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið