Tuttuguþúsund í Kolaportinu um hverja helgi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2014 20:00 Eitt af síðustu verkum Jóns Gnarrs, borgarstjóra var í dag þegar hann undirritaði nýjan tíu ára leigusamning fyrir hönd Reykjavíkurborgar við Kolaportið. Um tuttugu þúsund manns heimsækja Kolaportið hverja helgi. Fulltrúar Kolaportsins, sem fagnar 25 ára afmæli í ár og Jón Gnarr, borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs undirrituð nýja leigusamninginn, sem gildir til 2025. Borgarstjóri segir stunda hafa verið sérstaka fyrir sig. „Já, stór dagur fyrir mig vegna þess að ég er náttúrulega svolítið að loka hringnum, ég hóf mína kosningabaráttu á sínum tíma hér í Kolaportinu og núna lýk ég eitt af mínum síðustu embættisverkum,“ segir Jón Gnarr. Dagur B. Eggertsson er ánægður með nýja samninginn. „Ég er bara mjög stoltur af þessum samningi og mjög gaman að Kolaportið sé komið fyrir vind, þetta er búin að vera löng fæðing, við höfum þurft að taka slaginn fyrir Kolaportið nokkrum sinnum á undanförnum árum þannig að núna horfum við bara bjarsýn á framtíð Kolaportsins sem verður skemmtilegt áfram,“ segir hann. Kolaportið er bara opið um helgar en þangað koma um 20 þúsund manns um hverja helgi. Sölubásarnr eru um 80. „Ég er bara alsæl, bara eitt bros, þetta er dásamlegt alveg, nú fáum við að vera í friði næstu 10 árin, áhyggjulaus, það er bara frábært. Nú er hægt að framkvæma og gera ýmislegt hérna innandyra og byggja upp og gera bara ennþá betra Kolaport,“ segir Guðjóna Ásgrímsdóttir, eigandi kaffiteríu Kolaportsins. Jón Gnarr og Dagur eru í kosningaham, Jón er viss um að Dagur verði næsti borgarstjóra og hann er búin að ákveða hvenær lykaskiptin munu fara fram. „Já, 16. júní á milli 14:00 og 16:00,“ segir Jón og Dagur bætur við, „Fyrst þarf að kjósa“. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Eitt af síðustu verkum Jóns Gnarrs, borgarstjóra var í dag þegar hann undirritaði nýjan tíu ára leigusamning fyrir hönd Reykjavíkurborgar við Kolaportið. Um tuttugu þúsund manns heimsækja Kolaportið hverja helgi. Fulltrúar Kolaportsins, sem fagnar 25 ára afmæli í ár og Jón Gnarr, borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs undirrituð nýja leigusamninginn, sem gildir til 2025. Borgarstjóri segir stunda hafa verið sérstaka fyrir sig. „Já, stór dagur fyrir mig vegna þess að ég er náttúrulega svolítið að loka hringnum, ég hóf mína kosningabaráttu á sínum tíma hér í Kolaportinu og núna lýk ég eitt af mínum síðustu embættisverkum,“ segir Jón Gnarr. Dagur B. Eggertsson er ánægður með nýja samninginn. „Ég er bara mjög stoltur af þessum samningi og mjög gaman að Kolaportið sé komið fyrir vind, þetta er búin að vera löng fæðing, við höfum þurft að taka slaginn fyrir Kolaportið nokkrum sinnum á undanförnum árum þannig að núna horfum við bara bjarsýn á framtíð Kolaportsins sem verður skemmtilegt áfram,“ segir hann. Kolaportið er bara opið um helgar en þangað koma um 20 þúsund manns um hverja helgi. Sölubásarnr eru um 80. „Ég er bara alsæl, bara eitt bros, þetta er dásamlegt alveg, nú fáum við að vera í friði næstu 10 árin, áhyggjulaus, það er bara frábært. Nú er hægt að framkvæma og gera ýmislegt hérna innandyra og byggja upp og gera bara ennþá betra Kolaport,“ segir Guðjóna Ásgrímsdóttir, eigandi kaffiteríu Kolaportsins. Jón Gnarr og Dagur eru í kosningaham, Jón er viss um að Dagur verði næsti borgarstjóra og hann er búin að ákveða hvenær lykaskiptin munu fara fram. „Já, 16. júní á milli 14:00 og 16:00,“ segir Jón og Dagur bætur við, „Fyrst þarf að kjósa“.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira