Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. maí 2014 16:00 Sveinbjörg var gestur Arnþrúðar á Útvarpi Sögu í dag. Vísir/Valli/GVA Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum, vill að Íslendingar líti á reynslu þjóðanna í kringum sig þegar það kemur að samskiptum múslima og kristinna manna. Þetta kom fram í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur og Sveinbjargar á Útvarpi Sögu fyrr í dag. Mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vill að Reykvíkingar fái að kjósa um málið. Sveinbjörg sagðist í viðtalinu ekkert hafa á móti múslimum og moskum. Sveinbjörg er fráskilin og benti á að fyrrum eiginmaður hennar er nú giftur konu sem er múslimi. „Stjúpmóðir barna minna er múslimi,“ sagði hún og talaði afar vel um konuna. Hún ítrekaði að hún væri ekki á móti múslimum og væri hlynnt trúfrelsi.Vonar að allir lifi í sátt og samlyndiÞær ræddu mikið um múslima og moskur og sagði Arnþrúður marga hafa haft samband við hana og lýst yfir áhyggjum sínum á fjölgun múslima hér á Íslandi. „Við höfum fengið ítrekaðar viðvaranir. Fólk segir við okkur: „Ekki opna á þessa leið – ekki opna á moskurnar.“ Hún spurði svo Sveinbjörgu: „Hvað erum við að kalla yfir okkur með þessu? Eiga múslimar samleið með kristnum mönnum?“ Sveinbjörg svaraði spurningunni: „Það er ekki hægt að gefa sér eitthvað svona fyrirfram. Auðvitað vonar maður að allt gangi vel og allir lifi í sátt og samlyndi. En það er ekkert nýtt undir sólinni. Við þurfum að horfa í kringum okkur og hvernig hlutirnir hafa farið. Þá þurfum við að taka þá umræðuna, hvað má betur fara?“ Sveinbjörg sagði að þó hún vildi afturkalla lóð sem var úthlutað til Félags múslima hér á landi sé hún ekki á móti múslimum. Sveinbjörg er fráskilinn og er fyrrum eiginmaður hennar nú giftur konu sem er múslimi. „Þetta er yndisleg kona. Ég gæti ekki hugsað mér betri stjúpmóður fyrir börnin mín,“ sagði hún um konuna.„Ekki á móti moskum og múslimum per se“Sveinbjörg ítrekaði þá skoðun sína í viðtalinu að hún vildi að íbúar Reykjavíkur myndu fá að kjósa um þessa lóðarúthlutun til múslima, sem var afgreidd í september á síðasta ári í borgarstjórn. Margir hlustendur Útvarps Sögu hringdu inn og ræddu við Sveinbjörgu. Þeir voru margir mjög sammála henni. Einn maður sagði: „Ég þakka þér þessa hugulsemi, að koma þessari mosku í burtu. Ég bý skammt frá fyrirhugaðri mosku, reyndar í Grafarholti, en ég vil ekki sjá þetta.“ Sveinbjörg vildi ekki taka í sama streng og maðurinn. „„Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt.“ Annar maður, sem býr í grennd við fyrirhugaða mosku vildi að íbúarnir á svæðinu fengju að kjósa um málið. Sveinbjörg sagði að hún vildi að allir borgarbúar myndu fá að kjósa um hvort múslimar ættu að fá þessa lóð. „Þetta varðar okkur meira, íbúana í hverfinu,“ sagði maðurinn og Sveinbjörg svaraði um hæl: „Ég skil alveg þau sjónarmið. Og þær áhyggjur sem þú hefur sem íbúi hverfisins.“Vill endurskoða lög um KristnisjóðSveinbjörg sagðist hafa heyrt að samkvæmt lögum um Kristnisjóð, þar sem kemur fram að sveitarfélög eigi að veita ókeypis land undir kirkjur, og trúfrelsisákvæði Stjórnarskrár Íslands sé borginni skylt að veita múslimum og öðrum trúarhópum land án endurgjalds til byggingu mosku og sambærilegra bygginga. Sveinbjörg segist vilja endurskoða þessi lög, sem eru frá 1970. Í viðtalinu líkti Arnþrúður Karlsdóttir málinu saman við Evrópusambandsmálið svokallaða. Arnþrúður benti á að fólk vildi fá að kjósa um Evrópusambandið og ætti því líka að fá að kjósa um hvort múslimar eigi að fá land undir mosku. Sveinbjörg sagði í upphafi viðtalsins að skoðanir hennar ættu við öll trúfélög – að ríkið eigi ekki að veita trúfélögum ókeypis lóðir. En í viðtalinu og símatímanum var nánast eingöngu rætt um múslima og byggingu mosku. Flestir þeir sem hringdu inn vildu ekki mosku í Reykjavík. „Ég vil að moskan sé reist inn í miðju Íslandi. Ég lýsi andstöðu minni á þessu dæmi,“ sagði einn hlustandi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum, vill að Íslendingar líti á reynslu þjóðanna í kringum sig þegar það kemur að samskiptum múslima og kristinna manna. Þetta kom fram í spjalli Arnþrúðar Karlsdóttur og Sveinbjargar á Útvarpi Sögu fyrr í dag. Mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vill að Reykvíkingar fái að kjósa um málið. Sveinbjörg sagðist í viðtalinu ekkert hafa á móti múslimum og moskum. Sveinbjörg er fráskilin og benti á að fyrrum eiginmaður hennar er nú giftur konu sem er múslimi. „Stjúpmóðir barna minna er múslimi,“ sagði hún og talaði afar vel um konuna. Hún ítrekaði að hún væri ekki á móti múslimum og væri hlynnt trúfrelsi.Vonar að allir lifi í sátt og samlyndiÞær ræddu mikið um múslima og moskur og sagði Arnþrúður marga hafa haft samband við hana og lýst yfir áhyggjum sínum á fjölgun múslima hér á Íslandi. „Við höfum fengið ítrekaðar viðvaranir. Fólk segir við okkur: „Ekki opna á þessa leið – ekki opna á moskurnar.“ Hún spurði svo Sveinbjörgu: „Hvað erum við að kalla yfir okkur með þessu? Eiga múslimar samleið með kristnum mönnum?“ Sveinbjörg svaraði spurningunni: „Það er ekki hægt að gefa sér eitthvað svona fyrirfram. Auðvitað vonar maður að allt gangi vel og allir lifi í sátt og samlyndi. En það er ekkert nýtt undir sólinni. Við þurfum að horfa í kringum okkur og hvernig hlutirnir hafa farið. Þá þurfum við að taka þá umræðuna, hvað má betur fara?“ Sveinbjörg sagði að þó hún vildi afturkalla lóð sem var úthlutað til Félags múslima hér á landi sé hún ekki á móti múslimum. Sveinbjörg er fráskilinn og er fyrrum eiginmaður hennar nú giftur konu sem er múslimi. „Þetta er yndisleg kona. Ég gæti ekki hugsað mér betri stjúpmóður fyrir börnin mín,“ sagði hún um konuna.„Ekki á móti moskum og múslimum per se“Sveinbjörg ítrekaði þá skoðun sína í viðtalinu að hún vildi að íbúar Reykjavíkur myndu fá að kjósa um þessa lóðarúthlutun til múslima, sem var afgreidd í september á síðasta ári í borgarstjórn. Margir hlustendur Útvarps Sögu hringdu inn og ræddu við Sveinbjörgu. Þeir voru margir mjög sammála henni. Einn maður sagði: „Ég þakka þér þessa hugulsemi, að koma þessari mosku í burtu. Ég bý skammt frá fyrirhugaðri mosku, reyndar í Grafarholti, en ég vil ekki sjá þetta.“ Sveinbjörg vildi ekki taka í sama streng og maðurinn. „„Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt.“ Annar maður, sem býr í grennd við fyrirhugaða mosku vildi að íbúarnir á svæðinu fengju að kjósa um málið. Sveinbjörg sagði að hún vildi að allir borgarbúar myndu fá að kjósa um hvort múslimar ættu að fá þessa lóð. „Þetta varðar okkur meira, íbúana í hverfinu,“ sagði maðurinn og Sveinbjörg svaraði um hæl: „Ég skil alveg þau sjónarmið. Og þær áhyggjur sem þú hefur sem íbúi hverfisins.“Vill endurskoða lög um KristnisjóðSveinbjörg sagðist hafa heyrt að samkvæmt lögum um Kristnisjóð, þar sem kemur fram að sveitarfélög eigi að veita ókeypis land undir kirkjur, og trúfrelsisákvæði Stjórnarskrár Íslands sé borginni skylt að veita múslimum og öðrum trúarhópum land án endurgjalds til byggingu mosku og sambærilegra bygginga. Sveinbjörg segist vilja endurskoða þessi lög, sem eru frá 1970. Í viðtalinu líkti Arnþrúður Karlsdóttir málinu saman við Evrópusambandsmálið svokallaða. Arnþrúður benti á að fólk vildi fá að kjósa um Evrópusambandið og ætti því líka að fá að kjósa um hvort múslimar eigi að fá land undir mosku. Sveinbjörg sagði í upphafi viðtalsins að skoðanir hennar ættu við öll trúfélög – að ríkið eigi ekki að veita trúfélögum ókeypis lóðir. En í viðtalinu og símatímanum var nánast eingöngu rætt um múslima og byggingu mosku. Flestir þeir sem hringdu inn vildu ekki mosku í Reykjavík. „Ég vil að moskan sé reist inn í miðju Íslandi. Ég lýsi andstöðu minni á þessu dæmi,“ sagði einn hlustandi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
„Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti Framsóknarflokksins, er á móti því að gefa lóðir til trúfélaga. 24. maí 2014 15:46