Margir við veiðar en fáir í fiski Karl Lúðvíksson skrifar 21. maí 2014 13:28 Joau Duarte með urriða sem hann veiddi í gærkvöldi við Elliðavatn Það var gullfallegt veður á suðvesturhorninu í gær og margir veiðimenn sem lögðu leið sína við vötnin í kringum Reykjavík með flugustöng að vopni. Miðað við veðrið mátti reikna með að veiðin yrði þokkaleg en það var rólegra en margur maðurinn átti von á. Við Þingvallavatn voru nokkrir veiðimenn á flestum stöðum en við fréttum ekki af neinum tökum nema hjá tveimur mönnum sem voru um miðjan þjóðgarð sem lönduðu 6 flottum bleikjum, stærsta bleikjan var um 4 pund. Við Elliðavatn var sömuleiðis nokkuð af mannskap og þá sérstaklega Helluvatnsmegin en undirritaður var þar í gærkvöldi ásamt félaga og við sáum ekki neinn setja í fisk og það var varla nokkur vök á vatninu sem var alveg spegilslétt. Lofthitinn hefur verið heldur lítill á kvöldin svo það er engin fluga að klekjast, það sést vel á yfirborði vatnsins en þegar flugan klekkst út verður skelin eftir á yfirborðinu svo það er auðvelt að sjá þegar eitthvað er í gangi. Þrátt fyrir rólegheitin hjá flestum var veiðifélaginn heppnari en ég og náði einum 3 punda urriða á land. Fljótlega eftir það sáum við flotholt þjóta framhjá okkur og var kastað í veg fyrir það til að krækja í línuna sem tókst. Á endanum annar 3 punda urriði sem skráist líka á veiðifélagan Joau Duarte sem hefur verið duglegur að mæta í kvöldveiðina undanfarna daga. Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði 19 laxa dagur í Hrútafjarðará Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði
Það var gullfallegt veður á suðvesturhorninu í gær og margir veiðimenn sem lögðu leið sína við vötnin í kringum Reykjavík með flugustöng að vopni. Miðað við veðrið mátti reikna með að veiðin yrði þokkaleg en það var rólegra en margur maðurinn átti von á. Við Þingvallavatn voru nokkrir veiðimenn á flestum stöðum en við fréttum ekki af neinum tökum nema hjá tveimur mönnum sem voru um miðjan þjóðgarð sem lönduðu 6 flottum bleikjum, stærsta bleikjan var um 4 pund. Við Elliðavatn var sömuleiðis nokkuð af mannskap og þá sérstaklega Helluvatnsmegin en undirritaður var þar í gærkvöldi ásamt félaga og við sáum ekki neinn setja í fisk og það var varla nokkur vök á vatninu sem var alveg spegilslétt. Lofthitinn hefur verið heldur lítill á kvöldin svo það er engin fluga að klekjast, það sést vel á yfirborði vatnsins en þegar flugan klekkst út verður skelin eftir á yfirborðinu svo það er auðvelt að sjá þegar eitthvað er í gangi. Þrátt fyrir rólegheitin hjá flestum var veiðifélaginn heppnari en ég og náði einum 3 punda urriða á land. Fljótlega eftir það sáum við flotholt þjóta framhjá okkur og var kastað í veg fyrir það til að krækja í línuna sem tókst. Á endanum annar 3 punda urriði sem skráist líka á veiðifélagan Joau Duarte sem hefur verið duglegur að mæta í kvöldveiðina undanfarna daga.
Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði 19 laxa dagur í Hrútafjarðará Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði