Sjötti aldauði jarðar af mannavöldum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. maí 2014 16:59 Helsta ógnin er hvarf kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrif loftslagsbreytinga og ofveiða gætir þegar. VÍSIR/GETTY Útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir ef marka má niðurstöður byltingarkenndrar rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Science í vikunni. Í rannsókninni er ekki horft til fjölda tegund sem hverfa heldur sjálfa dánartíðnina. Fyrir tæpum fimmtán árum áætlaði sami hópur vísindamanna að þessi tíðni væri 0.1. Nýjar upplýsingar gefa til kynna að þessi tíðni sé 10. Þetta þýðir að plöntu- og dýrategundir hverfa úr vistkerfum jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerðu áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.Stuart Pimm, líffræðingur.VÍSIR/DUKEStjórnandi rannsóknarinnar er Stuart Pimm, víðfrægur líffræðingur og sérfræðingur í kennilegri vistfræði. „Við erum á barmi sjötta aldauða jarðar,” segir Pimm í athugasemdakafla rannsóknarinnar. “Hvernig við stemmum stigu við þessari þróun veltur á gjörðum okkar.” Pimm ítrekar að helsta ógnin sé eyðing kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrifa loftslagsbreytinga og ofveiða gæti þegar. Ekki er öll von úti. Pimm ítrekar að tækniframfarir mannkyns á öllum sviðum - þá sérstaklega í upplýsingatækni - bjóði upp á gríðarlega öflugt eftirlit með tegundum í hættu. Að óbreyttu sé þetta eina sóknarfæri mannsins þegar verndun lífríkis er annars vegar. Pimm vísar til fimm meiriháttar breytinga í lífríki jarðar sem hafa orsakað fjöldaútdauða tegunda.Fjöldaútdauði. Tölur á X-ás eru milljónir ára. Á Y-ás er að finna áætlaða prósentu útdauða, ekki heildartölu.VÍSIR/WIKIPEDIASá fyrsti átti sér stað fyrir 450-440 milljón árum þegar 60% hryggleysingja þurrkaðist út á stuttum tíma. Tvær ástæður koma til greina. Annars vegar gammageislun sem skall á jörðinni og hins vegar gríðarmiklar eldhræringar. Hundrað milljón árum síðar hurfu 50% ættkvísla á löngu tímabili. Þessi útdauði átti sér stað fyrir 375 til 360 milljón árum. Mælingar á setlögum sýna að umfangsmiklar breytingar á lofthjúp jarðar og náttúru áttu sér stað þessum tíma en tímabilið var jafnframt eitt það mikilvægasta í þróunarsögu plönturíkisins.K–Pg útrýmingin átti sér stað eftir að risavaxið smástirni skall á Jörðinni.VÍSIR/GETTYUmfangsmesti fjöldaútdauði jarðar átti sér síðan stað fyrir um 250 milljónum árum — Hinn mikli aldauði — þar sem 90% til 96% allra tegunda drapst (þar á meðal 70% landdýra). Ekki hefur tekist að varpa ljósi á ástæður þessa hörmunga en árekstur loftsteins og jarðar er ekki útilokaður. Fimmtíu milljón árum síðar drápust 70% til 75% allra tegunda. Vísindamenn hafa fært sannfærandi rök fyrir því að loftslagsbreytingar hafi komið að sök sem og mikil súrnun sjávar. Nýjasti og líklega þekktasti fjöldaútdauði tegunda átti stað þegar tíu kílómetra breiður loftsteinn skall á jörðinni fyrir 66 milljón árum, þar sem Mexíkóflói er nú. 70% allra tegunda á jörðinni þurrkaðist út, þar á meðal risaeðlurnar. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir ef marka má niðurstöður byltingarkenndrar rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Science í vikunni. Í rannsókninni er ekki horft til fjölda tegund sem hverfa heldur sjálfa dánartíðnina. Fyrir tæpum fimmtán árum áætlaði sami hópur vísindamanna að þessi tíðni væri 0.1. Nýjar upplýsingar gefa til kynna að þessi tíðni sé 10. Þetta þýðir að plöntu- og dýrategundir hverfa úr vistkerfum jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerðu áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.Stuart Pimm, líffræðingur.VÍSIR/DUKEStjórnandi rannsóknarinnar er Stuart Pimm, víðfrægur líffræðingur og sérfræðingur í kennilegri vistfræði. „Við erum á barmi sjötta aldauða jarðar,” segir Pimm í athugasemdakafla rannsóknarinnar. “Hvernig við stemmum stigu við þessari þróun veltur á gjörðum okkar.” Pimm ítrekar að helsta ógnin sé eyðing kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrifa loftslagsbreytinga og ofveiða gæti þegar. Ekki er öll von úti. Pimm ítrekar að tækniframfarir mannkyns á öllum sviðum - þá sérstaklega í upplýsingatækni - bjóði upp á gríðarlega öflugt eftirlit með tegundum í hættu. Að óbreyttu sé þetta eina sóknarfæri mannsins þegar verndun lífríkis er annars vegar. Pimm vísar til fimm meiriháttar breytinga í lífríki jarðar sem hafa orsakað fjöldaútdauða tegunda.Fjöldaútdauði. Tölur á X-ás eru milljónir ára. Á Y-ás er að finna áætlaða prósentu útdauða, ekki heildartölu.VÍSIR/WIKIPEDIASá fyrsti átti sér stað fyrir 450-440 milljón árum þegar 60% hryggleysingja þurrkaðist út á stuttum tíma. Tvær ástæður koma til greina. Annars vegar gammageislun sem skall á jörðinni og hins vegar gríðarmiklar eldhræringar. Hundrað milljón árum síðar hurfu 50% ættkvísla á löngu tímabili. Þessi útdauði átti sér stað fyrir 375 til 360 milljón árum. Mælingar á setlögum sýna að umfangsmiklar breytingar á lofthjúp jarðar og náttúru áttu sér stað þessum tíma en tímabilið var jafnframt eitt það mikilvægasta í þróunarsögu plönturíkisins.K–Pg útrýmingin átti sér stað eftir að risavaxið smástirni skall á Jörðinni.VÍSIR/GETTYUmfangsmesti fjöldaútdauði jarðar átti sér síðan stað fyrir um 250 milljónum árum — Hinn mikli aldauði — þar sem 90% til 96% allra tegunda drapst (þar á meðal 70% landdýra). Ekki hefur tekist að varpa ljósi á ástæður þessa hörmunga en árekstur loftsteins og jarðar er ekki útilokaður. Fimmtíu milljón árum síðar drápust 70% til 75% allra tegunda. Vísindamenn hafa fært sannfærandi rök fyrir því að loftslagsbreytingar hafi komið að sök sem og mikil súrnun sjávar. Nýjasti og líklega þekktasti fjöldaútdauði tegunda átti stað þegar tíu kílómetra breiður loftsteinn skall á jörðinni fyrir 66 milljón árum, þar sem Mexíkóflói er nú. 70% allra tegunda á jörðinni þurrkaðist út, þar á meðal risaeðlurnar.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira