Reykjavík síðdegis: „Þetta er eins og aðfangadagur“ Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason skrifar 31. maí 2014 16:54 S. Björn Blöndal í veðurblíðunni á Austurstræti. Mynd/Kristófer Helgason „Mér er náttúrulega alveg ofboðslega heitt,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum í veðurblíðunni á Austurstræti fyrr í dag. „Nei nei, þetta er alveg ágætt. Þessi dagur leggst rosa vel í mig. Þetta er eins og aðfangadagur, svo veit maður ekkert hvað verður í pakkanum.“ Hann segist vera mjög bjartsýnn fyrir því sem koma skal. „Já, ég er það. Við erum auðvitað að koma að þessu úr svolítið skringilegri átt. Við erum bæði ný og gömul. Svo er einhvern veginn ekkert sjálfsagt að maður eins og ég, með minn bakgrunn, sé að leiða eitthvað framboð í Reykjavík sem er með tuttugu prósent fylgi. Mér finnst þetta bara svolítið geggjað. Þannig að ég er mjög bjartsýnn, ég get ekki tapað.“ Björn starfaði á síðasta kjötímabili sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr. Það er því ekki úr vegi að spyrja hann, verður Jón aðstoðarmaður Björns ef sá síðarnefndi verður borgarstjóri? „Ég hef nefnt þetta við hann, hann hefur ekki útilokað það. Við erum samt sammála um að það væri sennilega mjög vond hugmynd,“ segir Björn og hlær. Hann segir að fjölmiðlar hafi að miklu leyti fjallað vel um málefnin en geti þó gert betur. „Ég held að það sem fjölmiðlar þurfi að vinna meira með er fjöldi framboða. Þetta er alltaf svolítið miðað út frá fjórum flokkum. Og ef þeir eru allt í einu orðnir átta, þá kannski gengur það ekki jafn vel upp. Það er svona áskorunin fyrir næstu kosningar. Það þarf að finna form sem hentar betur þessum fjölda, því ég held að framboðunum sé ekki að fara að fækka. Björt framtíð er að gera svolítið merkilega tilraun, bæði hér og úti á landi. Við erum að reka kosningabaráttu fyrir frekar lítinn pening en samt að ná alvöru árangri. Við erum með fimmtán til tuttugu prósent víða um land og við erum að eyða, svo maður tali á sjómannamáli, skít og kanil.“Reykjavík síðdegis er búið að vera á flakki í Reykjavík í dag. Sjá má viðtöl við aðra oddvita í borginni hér fyrir neðan. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
„Mér er náttúrulega alveg ofboðslega heitt,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, þegar Reykjavík síðdegis náði tali af honum í veðurblíðunni á Austurstræti fyrr í dag. „Nei nei, þetta er alveg ágætt. Þessi dagur leggst rosa vel í mig. Þetta er eins og aðfangadagur, svo veit maður ekkert hvað verður í pakkanum.“ Hann segist vera mjög bjartsýnn fyrir því sem koma skal. „Já, ég er það. Við erum auðvitað að koma að þessu úr svolítið skringilegri átt. Við erum bæði ný og gömul. Svo er einhvern veginn ekkert sjálfsagt að maður eins og ég, með minn bakgrunn, sé að leiða eitthvað framboð í Reykjavík sem er með tuttugu prósent fylgi. Mér finnst þetta bara svolítið geggjað. Þannig að ég er mjög bjartsýnn, ég get ekki tapað.“ Björn starfaði á síðasta kjötímabili sem aðstoðarmaður Jóns Gnarr. Það er því ekki úr vegi að spyrja hann, verður Jón aðstoðarmaður Björns ef sá síðarnefndi verður borgarstjóri? „Ég hef nefnt þetta við hann, hann hefur ekki útilokað það. Við erum samt sammála um að það væri sennilega mjög vond hugmynd,“ segir Björn og hlær. Hann segir að fjölmiðlar hafi að miklu leyti fjallað vel um málefnin en geti þó gert betur. „Ég held að það sem fjölmiðlar þurfi að vinna meira með er fjöldi framboða. Þetta er alltaf svolítið miðað út frá fjórum flokkum. Og ef þeir eru allt í einu orðnir átta, þá kannski gengur það ekki jafn vel upp. Það er svona áskorunin fyrir næstu kosningar. Það þarf að finna form sem hentar betur þessum fjölda, því ég held að framboðunum sé ekki að fara að fækka. Björt framtíð er að gera svolítið merkilega tilraun, bæði hér og úti á landi. Við erum að reka kosningabaráttu fyrir frekar lítinn pening en samt að ná alvöru árangri. Við erum með fimmtán til tuttugu prósent víða um land og við erum að eyða, svo maður tali á sjómannamáli, skít og kanil.“Reykjavík síðdegis er búið að vera á flakki í Reykjavík í dag. Sjá má viðtöl við aðra oddvita í borginni hér fyrir neðan.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir mjög leiðinlegt að hafa séð sig teiknaða í Fréttablaðinu. 31. maí 2014 16:12
Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30