Viðbrögð á TripAdvisor hreyfðu við útrás Gló Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2014 10:35 Sólveig Eiríksdóttir ÞÞ Sólveig Eiríksdóttir, einn af eigendum Gló, segir að mikil og jákvæð viðbrögð og jákvæðar umsagnir útlendinga á TripAdvisor hafi hreyft við eigendum og fengið þau til að skoða opnun Gló í útlöndum. Sólveig, oft nefnd Solla á Grænum kosti eða Solla á Gló, hefur óvenjulegan bakgrunn því hún er lærður kennari og textílhönnuður sem hellti sér út í veitingabransann af krafti árið 1994. Solla er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Solla var valin besti hráfæðiskokkur í heimi árin 2011 og 2012 og núna eru þrír veitingastaðir reknir undir merki Gló. Í lok apríl var tilkynnt um að Birgir Þór Bieltdvedt athafnamaður og eiginkona hans hefðu keypt helmingshlut í Gló en þess var getið að Gló ætti möguleika á alþjóðlegum vexti vegna sérkenna sinna. Þá njóta vörur undir merkinu Himneskt mikilla vinsælda. Það hefur verið nefnt að Gló eigi möguleika á alþjóðlegum vexti. Er Gló að fara í útrás? „Þetta er Evrópa og Bandaríkin. Ég fer til Kaliforníu nokkrum sinnum á ári og það er svo merkilegt, eins og það er mikið af góðum stöðum þar, þá er Gló og sú hugmyndafræði sem staðurinn byggist á ekki mikið til staðar, aðeins svipað. (...) Eftir að við opnuðum Gló á Laugavegi byrjuðum við að fá svo ofboðslega flottar umsagnir á TripAdvisor. Síðan fáum við mjög mikið af tölvupósti þar sem við erum beðin að opna Gló hér og þar.“Birgir Þór Bieltvedt hefur séð tækifæri í alþjóðlegum vexti Gló? „Það sem okkur líkaði við hann er að hann er erlendis. Ég held að hann sé að setja upp Domino‘s í Noregi. Þar sem hann fer, eftir að hafa haft áhuga á þessum mat og verið fastagestur hjá okkur á Íslandi, þá sér hann tækifæri á þeim vettvangi þar sem hann er að setja upp aðra staði.“Velta Himneskt ehf. í ársreikningum fyrirtækisins endurspeglar engan veginn framboðið af þessum vörum í búðum Haga. „Himneskt er bara mitt fyrirtæki. Ég fæ bara ákveðna upphæð á mánuði við vinnu mína í vörumerkinu. Ég þarf að velja vörurnar.“Eru Hagar að borga þér of litla hlutdeild miðað við þessa miklu veltu með vörurnar? „Ég veit það nú ekki. Við setjum þetta á markaðinn og þetta nýtur velgengni.“Hversu mikils virði er Himneskt vörumerkið, sem almenningur tengir við þig? „Í ofboðslega mikilli einlægni, ég hef passað mig að vera eins hrein og heiðarleg og mögulegt er. Ég er með mína hugsjón og ég reyni að vera henni eins trú og ég get. Ég lifi þennan lífsstíl. Ég get sagt, þetta er mín reynsla.“Það er mikið af óhreinni matvöru í umferð, eins og matvöru með asesúlfam-K og aspartam, jafnvel þótt heilbrigðisyfirvöld hafi gefið grænt ljós á þessar vörur. Er þetta ekki dálítið sérstakt?„Ég held að við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða hagkerfið okkar og spyrja okkur: Hvað er hin raunverulega hagsæld. Ég held að ýmsu sé hleypt í gegn, ekki aðeins vegna rannsókna.“Viðtalið við Sollu í heild sinni má nálgast hér. Klinkið Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, einn af eigendum Gló, segir að mikil og jákvæð viðbrögð og jákvæðar umsagnir útlendinga á TripAdvisor hafi hreyft við eigendum og fengið þau til að skoða opnun Gló í útlöndum. Sólveig, oft nefnd Solla á Grænum kosti eða Solla á Gló, hefur óvenjulegan bakgrunn því hún er lærður kennari og textílhönnuður sem hellti sér út í veitingabransann af krafti árið 1994. Solla er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Solla var valin besti hráfæðiskokkur í heimi árin 2011 og 2012 og núna eru þrír veitingastaðir reknir undir merki Gló. Í lok apríl var tilkynnt um að Birgir Þór Bieltdvedt athafnamaður og eiginkona hans hefðu keypt helmingshlut í Gló en þess var getið að Gló ætti möguleika á alþjóðlegum vexti vegna sérkenna sinna. Þá njóta vörur undir merkinu Himneskt mikilla vinsælda. Það hefur verið nefnt að Gló eigi möguleika á alþjóðlegum vexti. Er Gló að fara í útrás? „Þetta er Evrópa og Bandaríkin. Ég fer til Kaliforníu nokkrum sinnum á ári og það er svo merkilegt, eins og það er mikið af góðum stöðum þar, þá er Gló og sú hugmyndafræði sem staðurinn byggist á ekki mikið til staðar, aðeins svipað. (...) Eftir að við opnuðum Gló á Laugavegi byrjuðum við að fá svo ofboðslega flottar umsagnir á TripAdvisor. Síðan fáum við mjög mikið af tölvupósti þar sem við erum beðin að opna Gló hér og þar.“Birgir Þór Bieltvedt hefur séð tækifæri í alþjóðlegum vexti Gló? „Það sem okkur líkaði við hann er að hann er erlendis. Ég held að hann sé að setja upp Domino‘s í Noregi. Þar sem hann fer, eftir að hafa haft áhuga á þessum mat og verið fastagestur hjá okkur á Íslandi, þá sér hann tækifæri á þeim vettvangi þar sem hann er að setja upp aðra staði.“Velta Himneskt ehf. í ársreikningum fyrirtækisins endurspeglar engan veginn framboðið af þessum vörum í búðum Haga. „Himneskt er bara mitt fyrirtæki. Ég fæ bara ákveðna upphæð á mánuði við vinnu mína í vörumerkinu. Ég þarf að velja vörurnar.“Eru Hagar að borga þér of litla hlutdeild miðað við þessa miklu veltu með vörurnar? „Ég veit það nú ekki. Við setjum þetta á markaðinn og þetta nýtur velgengni.“Hversu mikils virði er Himneskt vörumerkið, sem almenningur tengir við þig? „Í ofboðslega mikilli einlægni, ég hef passað mig að vera eins hrein og heiðarleg og mögulegt er. Ég er með mína hugsjón og ég reyni að vera henni eins trú og ég get. Ég lifi þennan lífsstíl. Ég get sagt, þetta er mín reynsla.“Það er mikið af óhreinni matvöru í umferð, eins og matvöru með asesúlfam-K og aspartam, jafnvel þótt heilbrigðisyfirvöld hafi gefið grænt ljós á þessar vörur. Er þetta ekki dálítið sérstakt?„Ég held að við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða hagkerfið okkar og spyrja okkur: Hvað er hin raunverulega hagsæld. Ég held að ýmsu sé hleypt í gegn, ekki aðeins vegna rannsókna.“Viðtalið við Sollu í heild sinni má nálgast hér.
Klinkið Tengdar fréttir Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira
Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17