Úlfljótsvatn gefur líka flottar bleikjur Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2014 16:48 Mikið af veiðimönnum fer nú daglega upp á Þingvallavatn og freistar þess að ná sér í soðið en á sumum veiðistöðum er orðið ansi þétt setið. Um helgina var mikið af veiðimönnum á sumum stöðum og ástandið þannig að það var ekki einu sinni hægt að leggja bílnum við staðina. Þegar ástandið er svona er rétt að minnast á annað vatn ekki langt frá sem er ekkert síðra séu menn að leita eftir góðri bleikju og urriða. Úlfljótsvatn er líka inní Veiðikortinu og stutt frá Reykjavík. Þar er jafnan góð bleikjuveiði og ágæt urriðaveiði sem er ekki jafn áberandi mest á vorin heldur oft jöfn allt sumarið. Þeir sem hafa gert ferðir þangað í vor hafa margir gert fína veiði og það sem meira er verið nokkuð út af fyrir sig þar sem fáir voru á ferli við vatnið. Þetta fengu félagarnir Benjamín og Bjössi að reyna á laugardaginn þegar þeir voru við veiðar við vatnið samkvæmt fréttum frá Veiðikortinu en þeir félagar náðu tveimur fallegum bleikjum og misstu nokkrar til viðbótar. Besti tíminn í vatninu er framundan svo það er um að gera fyrir þá sem eiga eftir að prófa vatnið að gera það í það minnsta einu sinni í sumar. Stangveiði Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði
Mikið af veiðimönnum fer nú daglega upp á Þingvallavatn og freistar þess að ná sér í soðið en á sumum veiðistöðum er orðið ansi þétt setið. Um helgina var mikið af veiðimönnum á sumum stöðum og ástandið þannig að það var ekki einu sinni hægt að leggja bílnum við staðina. Þegar ástandið er svona er rétt að minnast á annað vatn ekki langt frá sem er ekkert síðra séu menn að leita eftir góðri bleikju og urriða. Úlfljótsvatn er líka inní Veiðikortinu og stutt frá Reykjavík. Þar er jafnan góð bleikjuveiði og ágæt urriðaveiði sem er ekki jafn áberandi mest á vorin heldur oft jöfn allt sumarið. Þeir sem hafa gert ferðir þangað í vor hafa margir gert fína veiði og það sem meira er verið nokkuð út af fyrir sig þar sem fáir voru á ferli við vatnið. Þetta fengu félagarnir Benjamín og Bjössi að reyna á laugardaginn þegar þeir voru við veiðar við vatnið samkvæmt fréttum frá Veiðikortinu en þeir félagar náðu tveimur fallegum bleikjum og misstu nokkrar til viðbótar. Besti tíminn í vatninu er framundan svo það er um að gera fyrir þá sem eiga eftir að prófa vatnið að gera það í það minnsta einu sinni í sumar.
Stangveiði Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði