
Söfnunin skilaði vel yfir 130.000 krónum. Húsasmiðjan studdi þá við efniskaup og Eimskip sér um að flytja hjólið til landsins. „Húsasmiðjan hefur verið algjör snilld og hjálpað okkur mikið. Coca-Cola og Íslandsbanki munu hjálpa okkur að draga hjólið í land og splæsa í mótor á hjólið fyrir allar brekkurnar okkar á Íslandi,“ segja strákarnir.
„Þessi hjól eru gríðarlega vinsæl þarna úti, þetta eru algjörar lúxuskerrur. Þú finnur hvergi betri stað til þess að sitja á en í boxinu framan á hjólinu,“ segir Hafsteinn Helgi, starfsmaður á Barðastöðum. „Við hlökkum svo sannarlega til þetta er frábær viðbót við dagsvenjur okkar að hjóla brosandi í allt sumar. Nú bíðum við bara spenntir eftir að hjólið komi í Reykjavíkurhöfn.“
Hægt er að fylgjast með á Facebooksíðunni hér.