Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Samherja og tengdra aðila um að lögregla ætti að skila Samherja þeim gögnum sem tekin voru í húsleit hjá fyrirtækinu þann 27. mars 2012.
Samherji hefur kært Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir að heimila umrædda húsleit en húsleitin var hluti af rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja og tengdra aðila á gjaldeyrislögum.
Samkvæmt upplýsingum frá Sérstökum saksóknara er þegar búið að skila yfir 90 prósent af gögnunum sem haldlögð voru í húsleitinni. Samherji fór fram á afléttingu á haldlagningi gagnanna sem eftir standa, afhendingu þeirra og eyðingu á afritum.
Krafan var byggði á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómari hafnaði hins vegar kröfu aðilanna á grundvelli þess að skilyrði laga um sönnunargögn séu uppfyllt. Því þurfi lögregla ekki að afhenda gögnin þar sem rannsókn málsins standi enn yfir.
