Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. júlí 2014 07:30 Slökkviliðsmaðurinn Stefán Már Kristinsson vakti athygli fyrir að vera snar í snúningum, á sunnudagskvöld, og hjálpa til við að slökkva eldinn í Skeifunni á stuttbuxunum. En þegar myndir af honum frá vettvangi eru skoðaðar sést að búið var að reisa grindverk upp við einn brunahanann í Skeifunni. Stefán þurfti að brjóta grindverkið niður svo hægt væri að tengja slönguna við brunahanann og skrúfa frá. Grindverkið var staðsett fyrir utan verslunina Everest, sem er staðsett beint á móti húsi Griffils sem brann. Yfirmaður forvarnardeildar segir mikilvægt að reisa ekki grindverk við brunahana. Framkvæmdastjóri Everest segir að grindverkið hafi verið laust og ekkert mál hafi verið að taka það niður.Getur tafið slökkvistörf Ólafur Magnússon, deildarstjóri forvarnardeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir mikilvægt að reisa ekki grindverk eða leggja bílum upp við brunahana. „Þetta getur tafið okkur mikið. Við þurfum að tengja slöngur og fleira og þurfum að eiga gott aðgengi að brunahönunum,“ segir hann og bætir við: „En strákarnir láta svona hluti nú ekki stoppa sig. En í hita leiksins er ekki hægt að vera með nein vettlingatök og þegar þarf að komast að hlutum er bara gripið til þeirra aðferða sem virka. Til dæmis ef það þarf að komast inn í hús er hurðin bara brotin upp.“Laust grindverk Heiðar Ingi Ágústsson, framkvæmdastjóri Everest, segir að grindverkið hafi verið laust og auðvelt hafi verið að taka það niður. „Þetta er laust grindverk. Þetta var bara boltað þarna niður í grinverkið. Þá var það farið. Þannig að það hefur varla verið stórmál. Þetta er laust grindverk. Þetta er annað sumarið sem ég er með grindverkið þarna, ég hef alltaf verið með það hægra megin við innganginn. Ástæðan fyrir breytingunni er lögunin á bílastæðinu.“Brunahanar mikilvægir Ólafur deildarstjóri hvetur fólk til þess að virða mikilvægi brunahananna. „Já fólk leggur gjarnan nálægt þeim. Og það er stundum mjög erfitt að athafna sig. Erlendis þá leggja menn stundum slöngur í gegnum rúður á bílum – ef mikið liggur við. Fólk verður að skilja að við erum oft að bjarga mannslífum eða miklum verðmætum.“ Mikið var fjallað um mannmergðina í Skeifunni á sunnudagskvöld. Ólafur segir það skiljanlegt. „Við skiljum að fólk komi. Það má segja að gott veður hafi hjálpað okkur við slökkvistarfið en að sama skapi þýðir það að fólk komi á staðinn að horfa á. Við skiljum að fólk komi en ég vil bara minna fólk á að hafa aðgengi okkar, sjúkraflutningamanna og fleiri í huga þegar svona kemur upp.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Slökkviliðsmaðurinn Stefán Már Kristinsson vakti athygli fyrir að vera snar í snúningum, á sunnudagskvöld, og hjálpa til við að slökkva eldinn í Skeifunni á stuttbuxunum. En þegar myndir af honum frá vettvangi eru skoðaðar sést að búið var að reisa grindverk upp við einn brunahanann í Skeifunni. Stefán þurfti að brjóta grindverkið niður svo hægt væri að tengja slönguna við brunahanann og skrúfa frá. Grindverkið var staðsett fyrir utan verslunina Everest, sem er staðsett beint á móti húsi Griffils sem brann. Yfirmaður forvarnardeildar segir mikilvægt að reisa ekki grindverk við brunahana. Framkvæmdastjóri Everest segir að grindverkið hafi verið laust og ekkert mál hafi verið að taka það niður.Getur tafið slökkvistörf Ólafur Magnússon, deildarstjóri forvarnardeildar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir mikilvægt að reisa ekki grindverk eða leggja bílum upp við brunahana. „Þetta getur tafið okkur mikið. Við þurfum að tengja slöngur og fleira og þurfum að eiga gott aðgengi að brunahönunum,“ segir hann og bætir við: „En strákarnir láta svona hluti nú ekki stoppa sig. En í hita leiksins er ekki hægt að vera með nein vettlingatök og þegar þarf að komast að hlutum er bara gripið til þeirra aðferða sem virka. Til dæmis ef það þarf að komast inn í hús er hurðin bara brotin upp.“Laust grindverk Heiðar Ingi Ágústsson, framkvæmdastjóri Everest, segir að grindverkið hafi verið laust og auðvelt hafi verið að taka það niður. „Þetta er laust grindverk. Þetta var bara boltað þarna niður í grinverkið. Þá var það farið. Þannig að það hefur varla verið stórmál. Þetta er laust grindverk. Þetta er annað sumarið sem ég er með grindverkið þarna, ég hef alltaf verið með það hægra megin við innganginn. Ástæðan fyrir breytingunni er lögunin á bílastæðinu.“Brunahanar mikilvægir Ólafur deildarstjóri hvetur fólk til þess að virða mikilvægi brunahananna. „Já fólk leggur gjarnan nálægt þeim. Og það er stundum mjög erfitt að athafna sig. Erlendis þá leggja menn stundum slöngur í gegnum rúður á bílum – ef mikið liggur við. Fólk verður að skilja að við erum oft að bjarga mannslífum eða miklum verðmætum.“ Mikið var fjallað um mannmergðina í Skeifunni á sunnudagskvöld. Ólafur segir það skiljanlegt. „Við skiljum að fólk komi. Það má segja að gott veður hafi hjálpað okkur við slökkvistarfið en að sama skapi þýðir það að fólk komi á staðinn að horfa á. Við skiljum að fólk komi en ég vil bara minna fólk á að hafa aðgengi okkar, sjúkraflutningamanna og fleiri í huga þegar svona kemur upp.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira