Súraldin- og pistasíuhnetumúffur
* Um það bil 12 múffur
30 g mjúkt smjör
rifinn börkur af 1 súraldin
1/3 bolli sykur
1 egg
1/4 tsk salt
1 1/4 bolli hveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
2/3 bolli mjólk
1/4 bolli smátt saxaðar pistasíuhnetur
Síróp
Safi úr 1 súraldin
1 msk vatn
1/3 bolli sykur
Hitið ofninn í 200°C. Blandið smjöri, berki, sykri, eggi og salti vel saman, um það bil fjórar mínútur. Blandið helmingnum af hveitinu og öllu lyftiduftinu saman við. Bætið síðan helmingnum af mjólkinni saman við og hrærið vel saman. Síðan er afganginum af hveitinu og mjólkinni blandað saman við og hrært vel saman. Loks er helmingnum af pistasíuhnetunum bætt saman við og hrært saman í hálfa mínútu. Setjið deigið í möffinsform og stráið afganginum af pistasíuhnetunum yfir. Bakið í 18 til 20 mínútur. Leyfið múffum að kólna og búið til síróp á meðan.
Setjið safann, vatn og sykur í lítinn pott og hitið yfir lágum hita. Hrærið í um fjórar mínútur, þangað til sykurinn er búinn að leysast upp. Leyfið blöndunni síðan að sjóða í um tvær mínútur.
Hellið sírópinu yfir múffurnar og leyfið þeim að jafna sig smá stund áður en þær eru bornar fram.
Fengið hér.