Eugenie Bouchard frá Kanada og hin tékkneska Petra Kvitova mætast í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis á laugardag.
Bouchard, sem er aðeins tvítug, hafði betur gegn Simonu Halep frá Rúmeníu í undanúrslitum í dag en hún er fyrst kanadískra keppenda til að komast í úrslit mótsins í einliðaleik.
Sú kanadíska vann fyrsta settið eftir bráðabana, 7-6, og tók síðan völdin í öðru setti sem hún vann, 6-2. Halep sneri sig reyndar á ökkla snemma í viðureigninni og líklegt að það hafi haft áhrif á hennar frammistöðu í dag.
Bouchard, sem vann stúlknaflokkinn á Wimbledon fyrir tveimur árum síðan, hefur náð skjótum frama á skömmum tíma en hún komst alla leið í undanúrslit á bæði Opna ástralska meistaramótinu og Opna franska fyrr á þessu ári.
Kvitova hafði betur gegn öðrum Tékka, Lucie Safarova, á svipaðan máta. Fyrsta setti var hnífjafnt en Kvitova vann eftir bráðabana. Hún tók svo leikinn yfir í öðru setti sem hún vann örugglega, 6-1.
„Þessi leikur reyndi á taugarnar því Lucie er mikil vinkona mín. Ég er bara ánægð með að ég vann,“ sagði Kvitova.
Bouchard í sögubækurnar
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn



Onana ekki með gegn Newcastle
Enski boltinn



Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Fleiri fréttir
