Renaultsport Mégane 265 nær Nordschleife metinu aftur Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 15:15 Renault Megane Renaultsport 265 í Nordschleife. Bílablað Fréttablaðsins fjallaði um það í síðasta mánuði að Renault hyggðist ná aftur metinu á Nordschleife fyrir hraðskreiðasta framdrifsbílinn og fór mettilraunin þann 16. júní síðastliðinn. Renault Mégane hefur af mörgum verið talinn einn besti framdrifsbíllinn með tilliti til aksturseiginleika. Til sönnunar því hefur Renault sett met á einni alræmdustu kappakstursbraut í heimi, Nurburgring Nordschleife en metið hirti hinsvegar Seat Leon Cupra 280 með tímanum 7 mínútur og 58,4 sekúndur í apríl. Renault hefur tvisvar áður náð þessu meti og síðast var það Mégane 265 sem hélt metinu á tímanum 8 mínútur 7,97 sekúndur. Seat hélt metinu hinsvegar ekki lengi því um daginn sló Renaultsport Mégane 265 metið þegar bíllinn náði hreint ótrúlegum tíma, 7 mínútum og 54,36 sekúndum. Til að setja tímann í samhengi þá er þessi tími á pari við 997 útgáfuna af Porsche 911 Turbo sem er 473 hestafla ofurbíll. Það ætti því ekki að leika neinn vafi á getu Renault í þessum efnum. Renault er því að gera ótrúlega hluti með þessum magnaða bíl en margir komu að mettilrauninni eins og slóvanski pústframleiðandinn Akropovic, sænski demparaframleiðandinn Öhlins og Michelin dekkjaframleiðandinn. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent
Bílablað Fréttablaðsins fjallaði um það í síðasta mánuði að Renault hyggðist ná aftur metinu á Nordschleife fyrir hraðskreiðasta framdrifsbílinn og fór mettilraunin þann 16. júní síðastliðinn. Renault Mégane hefur af mörgum verið talinn einn besti framdrifsbíllinn með tilliti til aksturseiginleika. Til sönnunar því hefur Renault sett met á einni alræmdustu kappakstursbraut í heimi, Nurburgring Nordschleife en metið hirti hinsvegar Seat Leon Cupra 280 með tímanum 7 mínútur og 58,4 sekúndur í apríl. Renault hefur tvisvar áður náð þessu meti og síðast var það Mégane 265 sem hélt metinu á tímanum 8 mínútur 7,97 sekúndur. Seat hélt metinu hinsvegar ekki lengi því um daginn sló Renaultsport Mégane 265 metið þegar bíllinn náði hreint ótrúlegum tíma, 7 mínútum og 54,36 sekúndum. Til að setja tímann í samhengi þá er þessi tími á pari við 997 útgáfuna af Porsche 911 Turbo sem er 473 hestafla ofurbíll. Það ætti því ekki að leika neinn vafi á getu Renault í þessum efnum. Renault er því að gera ótrúlega hluti með þessum magnaða bíl en margir komu að mettilrauninni eins og slóvanski pústframleiðandinn Akropovic, sænski demparaframleiðandinn Öhlins og Michelin dekkjaframleiðandinn.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent