Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2014 16:58 Hér má sjá hvernig flugvélar forðast það að fljúga yfir austurhluta landsins. Uppfært 17:20Búið er að loka fyrir alla flugumferð yfir Austur-Úkraínu. Flugmenn sem fyrirhuguðu að fljúga yfir landssvæðið þar sem flugvél Malaysia Airlines fórst fyrir skömmu hafa fengið fyrirmæli um að fljúga í mestu mögulegri hæð. Er það gert til að varna því að vélar þeirra hljóti sömu örlög og flug MH17. Buk-flaugarnar sem taldar eru hafa grandað flugvélinni hafa takmarkaða drægni og ættu því ekki að geta hæft vélar í mikilli hæð. Fjöldinn allur af flugvélum hafa einnig breytt um stefnu á síðustu mínútum til að komast hjá því að fljúga yfir austurhluta Úkraínu en þar geisa enn mikil átök milli aðskilnaðarsinna og úkraínska stjórnarhersins. Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa Lufthansa og Air France ákveðið að sneiða alfarið hjá því að fljúga yfir átakasvæðið í Austur-Úkraínu. Hið rússneska Transaero tilkynnti skömmu síðar að það myndi gera slíkt hið sama. MH17 var á leið frá Amsterdam til Kúala Lúmpúr og að sögn flugöryggissérfræðings á vegum CNN eru ferðir á milli borganna tveggja tíðar. Flugfélög sem fara þar á milli þurfa að hafa sérstakan vara á enda er hluti leiðarinnar sem fyrr segir yfir átakasvæðum. Ekki má mikið út af bregða svo að ekki fari illa og þurfa flugmenn því að vera í miklum samskiptum við flugmálayfirvöld þegar flogið er yfir austurhluta Úkraínu. Vél Malaysia Airlines var 17 ára gömul og flaug sína fyrstu ferð í júlí 1997.BREAKING #MH17 Air India 116 flies almost directly over the area! pic.twitter.com/Ki7zPqifdi— AirLiveNet (@airlivenet) July 17, 2014 MH17 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Uppfært 17:20Búið er að loka fyrir alla flugumferð yfir Austur-Úkraínu. Flugmenn sem fyrirhuguðu að fljúga yfir landssvæðið þar sem flugvél Malaysia Airlines fórst fyrir skömmu hafa fengið fyrirmæli um að fljúga í mestu mögulegri hæð. Er það gert til að varna því að vélar þeirra hljóti sömu örlög og flug MH17. Buk-flaugarnar sem taldar eru hafa grandað flugvélinni hafa takmarkaða drægni og ættu því ekki að geta hæft vélar í mikilli hæð. Fjöldinn allur af flugvélum hafa einnig breytt um stefnu á síðustu mínútum til að komast hjá því að fljúga yfir austurhluta Úkraínu en þar geisa enn mikil átök milli aðskilnaðarsinna og úkraínska stjórnarhersins. Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa Lufthansa og Air France ákveðið að sneiða alfarið hjá því að fljúga yfir átakasvæðið í Austur-Úkraínu. Hið rússneska Transaero tilkynnti skömmu síðar að það myndi gera slíkt hið sama. MH17 var á leið frá Amsterdam til Kúala Lúmpúr og að sögn flugöryggissérfræðings á vegum CNN eru ferðir á milli borganna tveggja tíðar. Flugfélög sem fara þar á milli þurfa að hafa sérstakan vara á enda er hluti leiðarinnar sem fyrr segir yfir átakasvæðum. Ekki má mikið út af bregða svo að ekki fari illa og þurfa flugmenn því að vera í miklum samskiptum við flugmálayfirvöld þegar flogið er yfir austurhluta Úkraínu. Vél Malaysia Airlines var 17 ára gömul og flaug sína fyrstu ferð í júlí 1997.BREAKING #MH17 Air India 116 flies almost directly over the area! pic.twitter.com/Ki7zPqifdi— AirLiveNet (@airlivenet) July 17, 2014
MH17 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira