Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Bjarki Ármannsson skrifar 17. júlí 2014 16:55 239 manns hurfu sporlaust með flugvél Malaysia Airlines í mars síðastliðnum. Vísir/AP Farþegavélin MH17, sem hrapaði í Úkraínu í dag með 295 manns um borð, var á vegum flugfélagsins Malaysian Airlines. Þetta er í annað skiptið á mjög stuttum tíma sem alvarlegt slys hendir vél á vegum þessa flugfélags. Eins og lesendur muna líklega, hvarf farþegavélin MH370 sporlaust yfir Indlandshafi þann áttunda mars síðastliðinn og fannst aldrei. Víðtækasta og dýrasta leit sögunnar stóð yfir margar vikur á eftir, þar sem almenningur gat meðal annars tekið þátt með því að skoða svæðið úr gervihnattamyndavélum. 239 manns voru um borð í þeirri vél. Allt bendir til þess að enginn hafi komist lífs af þá sem og nú, sem þýðir að 534 hafa líklega tapað lífinu í tveimur flugum á vegum flugfélagsins á innan við hálfu ári. Ekki er enn ljóst hvaða fjárhagslega tjóni Malaysian Airlines verður fyrir vegna slyssins í dag. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu í verði um tuttugu prósent í kjölfar hvarfs MH370. Fyrirtækið tilkynnti einnig að miðasala hafi dregist saman, en nefndi aldrei nákvæmar tölur í því samhengi. MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Yfirvöld í Malasíu hvött til að herða leitina Enn bólar ekkert á farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardag. 10. mars 2014 14:14 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Farþegavélin MH17, sem hrapaði í Úkraínu í dag með 295 manns um borð, var á vegum flugfélagsins Malaysian Airlines. Þetta er í annað skiptið á mjög stuttum tíma sem alvarlegt slys hendir vél á vegum þessa flugfélags. Eins og lesendur muna líklega, hvarf farþegavélin MH370 sporlaust yfir Indlandshafi þann áttunda mars síðastliðinn og fannst aldrei. Víðtækasta og dýrasta leit sögunnar stóð yfir margar vikur á eftir, þar sem almenningur gat meðal annars tekið þátt með því að skoða svæðið úr gervihnattamyndavélum. 239 manns voru um borð í þeirri vél. Allt bendir til þess að enginn hafi komist lífs af þá sem og nú, sem þýðir að 534 hafa líklega tapað lífinu í tveimur flugum á vegum flugfélagsins á innan við hálfu ári. Ekki er enn ljóst hvaða fjárhagslega tjóni Malaysian Airlines verður fyrir vegna slyssins í dag. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu í verði um tuttugu prósent í kjölfar hvarfs MH370. Fyrirtækið tilkynnti einnig að miðasala hafi dregist saman, en nefndi aldrei nákvæmar tölur í því samhengi.
MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Yfirvöld í Malasíu hvött til að herða leitina Enn bólar ekkert á farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardag. 10. mars 2014 14:14 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58
Yfirvöld í Malasíu hvött til að herða leitina Enn bólar ekkert á farþegavél Malaysia Airlines sem hvarf á laugardag. 10. mars 2014 14:14
Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00
Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26
Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44