Emirates hættir að fljúga yfir Írak Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2014 13:08 Írak er í alfaraflugleið flugvéla á leið milli Asíu og Evrópu. Flugfélög eru að enduskoða áætlanir sínar eftir að MH 17 var skotin niður í Úkraínu. vísir/ap Flugfélagið Emirates sem gerir út frá Dubai í Sameinaða arabíska fustadæminu ætlar að hætta öllu flugi yfir Íraka vegna vaxandi átaka uppreisnarmanna og stjórnarliða í landinu. Þá hefur félagið hætt öllu flugi til Kænugarðs í Úkraínu og flýgur ekki lengur í lofthelgi landsins. Eftir að MH17 flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður með eldflaug hinn 17. júlí síðast liðinn, hafa forráðamenn flugfélaga endurhugsað flugáætlanir sínar yfir landsvæði þar sem átök ríkja. MH 17 flaug í 33 þúsund feta hæð yfir austur Úkraínu sem var opin flugleið, en flug í 32 þúsund fetum og neðar var ekki heimilað af úkraínskum flugmálayfirvöldum á þessu svæði. Og var flugleið flugvélarinnar viðurkennd af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO. Emirate er eitt stærsta flugfélagið sem flýgur milli Asíu og Evrópu og hefur félagið nú tilkynnt að það ætli ekki að fljúga með farþega yfir Írak vegna vaxandi átaka þar. En áður hafði félagið hætt áætlunarflugi sínu til Kænugarðs og hætt öllu flugi yfir Úkraínu, eftir að flugvél Malaysian var skotin niður. Emirate, þýska flugfélagið Lufthansa og fleiri flugfélög hafa kallað eftir því að boðað verði til alþjóðafundar flugfélaga þar sem farið verði yfir allar verklagsreglur varðandi flug yfir átakasvæði. Þá hefur Alþjóðaflugmálastofnunin í Montréal í Kanada boðað til fundar í dag með fulltrúum IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, alþjóðasamtökum flugstöðva og alþjóðasamtökum opinberra flugumsjónaraðila til að ræða stöðu mála. Írak er enn á viðurkenndri flugleið milli Asíu og Evrópu en það kann að breytast verði reglur endurskoðaðar. Þá bönnuðu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tímabundið flug til Tel Aviv í Ísrael í síðustu viku, við litla lukku hjá ísraelskum stjórnvöldum. En eftir að flug hófst þangað aftur, hafa samtök flugmanna hjá Lufthansa mótmælt því að fllogið væri til tel Aviv á meðan hamasliðar væru enn að skjóta flugskeytum á nágrenni flugvallarins. MH17 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Flugfélagið Emirates sem gerir út frá Dubai í Sameinaða arabíska fustadæminu ætlar að hætta öllu flugi yfir Íraka vegna vaxandi átaka uppreisnarmanna og stjórnarliða í landinu. Þá hefur félagið hætt öllu flugi til Kænugarðs í Úkraínu og flýgur ekki lengur í lofthelgi landsins. Eftir að MH17 flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður með eldflaug hinn 17. júlí síðast liðinn, hafa forráðamenn flugfélaga endurhugsað flugáætlanir sínar yfir landsvæði þar sem átök ríkja. MH 17 flaug í 33 þúsund feta hæð yfir austur Úkraínu sem var opin flugleið, en flug í 32 þúsund fetum og neðar var ekki heimilað af úkraínskum flugmálayfirvöldum á þessu svæði. Og var flugleið flugvélarinnar viðurkennd af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO. Emirate er eitt stærsta flugfélagið sem flýgur milli Asíu og Evrópu og hefur félagið nú tilkynnt að það ætli ekki að fljúga með farþega yfir Írak vegna vaxandi átaka þar. En áður hafði félagið hætt áætlunarflugi sínu til Kænugarðs og hætt öllu flugi yfir Úkraínu, eftir að flugvél Malaysian var skotin niður. Emirate, þýska flugfélagið Lufthansa og fleiri flugfélög hafa kallað eftir því að boðað verði til alþjóðafundar flugfélaga þar sem farið verði yfir allar verklagsreglur varðandi flug yfir átakasvæði. Þá hefur Alþjóðaflugmálastofnunin í Montréal í Kanada boðað til fundar í dag með fulltrúum IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, alþjóðasamtökum flugstöðva og alþjóðasamtökum opinberra flugumsjónaraðila til að ræða stöðu mála. Írak er enn á viðurkenndri flugleið milli Asíu og Evrópu en það kann að breytast verði reglur endurskoðaðar. Þá bönnuðu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tímabundið flug til Tel Aviv í Ísrael í síðustu viku, við litla lukku hjá ísraelskum stjórnvöldum. En eftir að flug hófst þangað aftur, hafa samtök flugmanna hjá Lufthansa mótmælt því að fllogið væri til tel Aviv á meðan hamasliðar væru enn að skjóta flugskeytum á nágrenni flugvallarins.
MH17 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira