Stórskotaárásir halda áfram Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2014 10:20 vísir/ap Blóðugir bardagar stríðandi fylkinga á Gaza héldu áfram í nótt og í morgun. Átökin eru þau verstu í áraraðir, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. Sprengingar og byssugelt mátti heyra víða á svæðinu í morgun og ekkert lát virðast ætla að vera á bardögunum. Harðar sprengjuárásir Ísraelshers lýstu upp næturhiminn Gaza þegar flugskeytum var varpað á stóra byggingu, sem hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðvar í miðri Gazaborg. Þá var sprengjum varpað á eldsneytistank við eina raforkuverið á Gaza í morgun, og kemur sú árás til með að hafa áhrif á heimili 1,8 milljón íbúa á svæðinu. Sprengjum var jafnframt varpað á almenningsgarð í Gazaborg, þar sem tíu fórust, meðal annars börn. Fjörutíu og sex særðust. Sú árás átti sér stað skömmu eftir að sprengja sprakk á Sifa-sjúkrahúsinu þar sem nokkrir særðust. Ísraelski herinn sagðist ekki bera ábyrgð á sprengingunum og hélt því fram að eldflaugar palestínskra vígamanna hefðu valdið skaðanum eftir að hafa ekki drifið nógu langt. Palestínumenn voru þó ekki á sama máli og sögðu Ísraela bera fulla ábyrgð. Hvorki gengur né rekur í friðarviðræðum deiluaðila, sem neita að setjast við samningaborð Sameinuðu þjóðanna. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að nauðsynlegt væri að stöðva ofbeldi á Gaza hið snarasta, því þyrfti að linna í nafni mannúðar. Byggingin hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðina Al-Aqsa. Eins og sjá má á þessu myndbandi var sprengingin gríðarleg. Sprengjum var jafnframt varpað á eldsneytistank við eina raforkuver í Gaza. Það kemur til með að hafa áhrif á alla íbúa Gaza. Innlegg frá Maria Rita Pirastu. Innlegg frá Maria Rita Pirastu. Gasa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira
Blóðugir bardagar stríðandi fylkinga á Gaza héldu áfram í nótt og í morgun. Átökin eru þau verstu í áraraðir, en þrjátíu Palestínumenn hið minnsta fórust í einni stærstu stórskotaárás Ísraelshers síðan átök hófust fyrir tuttugu og tveimur dögum síðan. Sprengingar og byssugelt mátti heyra víða á svæðinu í morgun og ekkert lát virðast ætla að vera á bardögunum. Harðar sprengjuárásir Ísraelshers lýstu upp næturhiminn Gaza þegar flugskeytum var varpað á stóra byggingu, sem hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðvar í miðri Gazaborg. Þá var sprengjum varpað á eldsneytistank við eina raforkuverið á Gaza í morgun, og kemur sú árás til með að hafa áhrif á heimili 1,8 milljón íbúa á svæðinu. Sprengjum var jafnframt varpað á almenningsgarð í Gazaborg, þar sem tíu fórust, meðal annars börn. Fjörutíu og sex særðust. Sú árás átti sér stað skömmu eftir að sprengja sprakk á Sifa-sjúkrahúsinu þar sem nokkrir særðust. Ísraelski herinn sagðist ekki bera ábyrgð á sprengingunum og hélt því fram að eldflaugar palestínskra vígamanna hefðu valdið skaðanum eftir að hafa ekki drifið nógu langt. Palestínumenn voru þó ekki á sama máli og sögðu Ísraela bera fulla ábyrgð. Hvorki gengur né rekur í friðarviðræðum deiluaðila, sem neita að setjast við samningaborð Sameinuðu þjóðanna. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að nauðsynlegt væri að stöðva ofbeldi á Gaza hið snarasta, því þyrfti að linna í nafni mannúðar. Byggingin hýsir meðal annars sjónvarps- og útvarpsstöðina Al-Aqsa. Eins og sjá má á þessu myndbandi var sprengingin gríðarleg. Sprengjum var jafnframt varpað á eldsneytistank við eina raforkuver í Gaza. Það kemur til með að hafa áhrif á alla íbúa Gaza. Innlegg frá Maria Rita Pirastu. Innlegg frá Maria Rita Pirastu.
Gasa Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira