Kerry fundaði í dag með egypskum ráðamönnum og Ban Ki-moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna þegar tillagan var í smíðum Ban Ki-moon lagði jafnframt til að hlé yrði gert á árásunum af mannúðarástæðum fram yfir Eid al-Fitr hátíð múslima.
Ekki hefur borist svar frá Hamas samtökunum varðandi fyrirhugað vopnahlé, en ljóst er að samtökin munu ekki semja án skilyrða. Skilyrði þeirra lúta einna helst að því að opnað verði fyrir landamæri Gasastrandarinnar að nýju.
Ísraels og Palestínumenn hafa nú barist á Gaza í næstum þrjár vikur. Átökin eru þau blóðugustu í áraraðir en talið er að stærstur hluti hinna látnu séu konur og börn. Ekkert lát er á sprengjuárásum Ísraelshers, en um hundrað Palestínumenn létu lífið í gær eftir að sprengjum var varpað á íbúðarhús og skóla Sameinuðu Þjóðanna, sem var yfirfullur af flóttafólki sem hafði leitað þar skjóls. Samkvæmt upplýsingum breska ríkisútvarpsins hafa þrjátíu og sex ísraelskir hermenn látist síðan árásirnar hófust í fyrir tæplega þremur vikum, þar af þrjátíu og þrír hermenn.
Yfir tíu þúsund manns mótmæltu á Vesturbakkanum í nótt og gengu flyktu liði í átt að Austur-Jerúsalem. Til harðra átaka kom á milli mótmælenda og ísraelskra hermanna þar sem fjórir Palestínumenn létust og tugir særðust. Ísraelsk hernaðaryfirvöld segja mótmælendur hafa grýtt grjóthnullungum að hermönnunum og lokað vegum með brennandi dekkjum. Sprengjuárásum Ísraelsmanna hefur verið mótmælt víða um heim.


