Stjarnan mætir pólska liðinu Lech Poznan á heimavelli sínum í Garðabæ á fimmtudagskvöldið í næstu viku klukkan 18.30.
FH mætir þann sama dag Elfsborg frá Svíþjóð en fyrri leikurinn fer fram ytra, í Borås, klukkan 18.00 á fimmtudagskvöld. Síðari leikurinn fer svo fram í Kaplakrika viku síðar.
Stjarnan hefur slegið út Bangor City frá Wales og skoska liðið Motherwell en Lech Poznan kom beint inn í aðra umferð forkeppninnar og vann þar Nömme Kalju frá Eistlandi, 3-1 samanlagt. Eistneska liðið sló út Fram í fyrstu umferð forkeppninnar.
Elfsborg kom einnig beint inn í aðra umferðina og sló Inter Baku úr leik eftir sigur í vítakeppni í gærkvöldi en þá mættust liðin í Aserbaídsjan.
Stjarnan byrjar á heimavelli

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla
Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki.

Atli: Var búinn að kaupa miða á Þjóðhátíð
Hélt fyrst að boltinn hefði farið yfir þegar hann skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Motherwell.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Neman Grodno 2-0 | Atlarnir sáu um Grodno
FH-ingar mæta Elfsborg í næstu umferð.