Audi hættir með CVT-skiptingar Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2014 09:56 Audi A6. Margir bílaframleiðendur útbúa bíla sína með CVT-reimaskiptingum, sér í agi minni bíla eða Hybrid bíla sína og hefur þeim farið fjölgandi á síðustu árum. Segja má að ekki sé mikil hrifning meðal margra bílaáhugamanna með þessar skiptingar en réttlæting þeirra er oftast skýrð út með lágri eyðslu. Einn þeirra bílaframleiðenda sem fyrst hóf að nota CVT-skiptingar var Audi, sem nefndi þær Multimatic og voru þær notaðar með stærri vélum en hjá flestum öðrum bílaframleiðendum. Audi hefur notað þessar skiptingar í nokkrum útfærslum framdrifinna A4, A5 og A6 bíla sinna, en þær hafa ekki verið notaðar í fjórhjóladrifnum Audi bílum. Audi hefur nú tekið þá ákvörðun að hætta að bjóða bíla sína með slíkum skiptingum. Í stað þeirra munu koma sjálfskiptingar með tvöfaldri kúplingu sem nefndar hafa verið S-tronic. Munu margir fagna þeirri umskiptingu. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent
Margir bílaframleiðendur útbúa bíla sína með CVT-reimaskiptingum, sér í agi minni bíla eða Hybrid bíla sína og hefur þeim farið fjölgandi á síðustu árum. Segja má að ekki sé mikil hrifning meðal margra bílaáhugamanna með þessar skiptingar en réttlæting þeirra er oftast skýrð út með lágri eyðslu. Einn þeirra bílaframleiðenda sem fyrst hóf að nota CVT-skiptingar var Audi, sem nefndi þær Multimatic og voru þær notaðar með stærri vélum en hjá flestum öðrum bílaframleiðendum. Audi hefur notað þessar skiptingar í nokkrum útfærslum framdrifinna A4, A5 og A6 bíla sinna, en þær hafa ekki verið notaðar í fjórhjóladrifnum Audi bílum. Audi hefur nú tekið þá ákvörðun að hætta að bjóða bíla sína með slíkum skiptingum. Í stað þeirra munu koma sjálfskiptingar með tvöfaldri kúplingu sem nefndar hafa verið S-tronic. Munu margir fagna þeirri umskiptingu.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent