Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2014 13:53 Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. vísir/afp Stefnt er að því að ljúka flutningi líkamsleifa þeirra sem fórust með Malaysian flugvélinni fyrir viku til Hollands á morgun. Langan tíma getur tekið að bera kennsl á alla þá sem voru um borð. Í gær fluttu tvær Herkúles flugvélar hollenska og ástralska hersins fjörtíu kistur frá Kharkiv í Úkraínu til Eindhoven í Hollandi og var mikil viðhöfn höfð á báðum stöðum. Vilhjálmur Hollandskonungur og Maxíma drotting voru viðstödd komu kistanna til Hollands í gær ásamt Mark Rutte forsætisráðherra, til að sýna hinum látnu og aðstandendum þeirra virðingu. En nú tekur grár raunveruleikinn við. Í dag er áætlað að tvær herflugvélar flytji 74 kistur til Hollands. Esther Naber talskona hollensku rannsóknarnefndarinnar segir að vonandi takist að ljúka þessum flutningum á morgun eða í síðasta lagi á laugardag. Naber segir ómögulegt að áætla hvað líkamsleifarnar sem safnað hefur verið saman tilheyra mörgu fólki. Fjöldi poka úr kælivögnum lestarinnar þar sem líkamsleifunum var safnað saman eða fjöldi kista sem fluttar séu til Hollands segi ekkert um fjölda þess fólks sem þær tilheyri. Bæði sé um að ræða lík og líkamsparta. „Það hljómi ömurlega og er ákaflega sorglegt, en þannig er raunveruleikinn,“ segir Naber. Það verði því ekki hægt að segja fyrr en kennslateymið ljúki störfum sínum, hversu marga tekst að bera kennsl á. Vonandi takist að bera kennsl á alla þannig að aðstandendur geti hvatt ástvini sína en á þessari stundu sé ekki hægt að lofa því. Rannsókn er nú þegar hafin á flugritum flugvélarinnar in Fanbourough í Bretlandi. En ef bæði hljóð- og tækniriti eru óskemmdir geta þær upplýsingar sem þeir söfnuðu reynst mjög mikilvægar við að upplýsa hvað raunverulega gerðist hinn örlagaríka dag, fimmtudaginn 17 júlí, yfir austurhluta Úkraínu. MH17 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Stefnt er að því að ljúka flutningi líkamsleifa þeirra sem fórust með Malaysian flugvélinni fyrir viku til Hollands á morgun. Langan tíma getur tekið að bera kennsl á alla þá sem voru um borð. Í gær fluttu tvær Herkúles flugvélar hollenska og ástralska hersins fjörtíu kistur frá Kharkiv í Úkraínu til Eindhoven í Hollandi og var mikil viðhöfn höfð á báðum stöðum. Vilhjálmur Hollandskonungur og Maxíma drotting voru viðstödd komu kistanna til Hollands í gær ásamt Mark Rutte forsætisráðherra, til að sýna hinum látnu og aðstandendum þeirra virðingu. En nú tekur grár raunveruleikinn við. Í dag er áætlað að tvær herflugvélar flytji 74 kistur til Hollands. Esther Naber talskona hollensku rannsóknarnefndarinnar segir að vonandi takist að ljúka þessum flutningum á morgun eða í síðasta lagi á laugardag. Naber segir ómögulegt að áætla hvað líkamsleifarnar sem safnað hefur verið saman tilheyra mörgu fólki. Fjöldi poka úr kælivögnum lestarinnar þar sem líkamsleifunum var safnað saman eða fjöldi kista sem fluttar séu til Hollands segi ekkert um fjölda þess fólks sem þær tilheyri. Bæði sé um að ræða lík og líkamsparta. „Það hljómi ömurlega og er ákaflega sorglegt, en þannig er raunveruleikinn,“ segir Naber. Það verði því ekki hægt að segja fyrr en kennslateymið ljúki störfum sínum, hversu marga tekst að bera kennsl á. Vonandi takist að bera kennsl á alla þannig að aðstandendur geti hvatt ástvini sína en á þessari stundu sé ekki hægt að lofa því. Rannsókn er nú þegar hafin á flugritum flugvélarinnar in Fanbourough í Bretlandi. En ef bæði hljóð- og tækniriti eru óskemmdir geta þær upplýsingar sem þeir söfnuðu reynst mjög mikilvægar við að upplýsa hvað raunverulega gerðist hinn örlagaríka dag, fimmtudaginn 17 júlí, yfir austurhluta Úkraínu.
MH17 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira