Sérfræðingar munu nú hefja störf við að bera kennsl á líkin sem mörg eru mjög illa farin, en flest fórnarlamb árásarinnar voru Hollendingar.
Hollenska konungsfjölskyldan, forsætisráðherra og fleiri hundruð aðstandenda fórnarlambanna tóku á móti herflugvélunum tveimur sem fluttu kisturnar frá Kharkiv í Úkraínu í dag.
Líkin verða nú flutt í Korporaal van Oudheusden herskálanna suður af bænum Hilversum þar sem unnið verður að því að bera kennsl á líkin. Mark Rutte forsætisráðherra segist gera ráð fyrir að sú vinna geti tekið marga mánuði.
Kirkjur í Hollandi hafa allar verið opnar í dag á meðan söfn, dýragarðar og fleiri stofnanir hafa breytt dagskrá sinni til að virða minningu hinna látnu. Fjölmargir hafa skilið eftir blómvendi og minningarkort fyrir utan heimili fórnarlamba.

