Bugatti á 400 á sveitavegi Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2014 15:15 Bugatti Veyron er svo sem ekki glæný framleiðsla en hann er eftir sem áður algert tækniundur sem slegið hefur nokkur hraðametin. Í Idaho í Bandaríkjunum fannst heimamönnum góð hugmynd að loka einum góðum sveitavegi og leyfa nokkrum ofurbílum að sletta úr klaufunum fyrir framan glaða áhorfendur. Þessi svaðalega útgáfa, Bugatti Veyron Super Sport með sín 1.200 hestöfl úr 16 strokka vél, gerði sér lítið fyrir og náði 396,5 kílómetra hraða á þessum vel lagða og þráðbeina vegi. Þegar bíllinn fer framhjá áhorfendum á þessum ótrúlega hraða er eins og framhjá fari þota af hljóðinu að dæma. Úr verður mögnuð sjón og það eykur á ánægjuna að stilla hljóðið hátt. Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent
Bugatti Veyron er svo sem ekki glæný framleiðsla en hann er eftir sem áður algert tækniundur sem slegið hefur nokkur hraðametin. Í Idaho í Bandaríkjunum fannst heimamönnum góð hugmynd að loka einum góðum sveitavegi og leyfa nokkrum ofurbílum að sletta úr klaufunum fyrir framan glaða áhorfendur. Þessi svaðalega útgáfa, Bugatti Veyron Super Sport með sín 1.200 hestöfl úr 16 strokka vél, gerði sér lítið fyrir og náði 396,5 kílómetra hraða á þessum vel lagða og þráðbeina vegi. Þegar bíllinn fer framhjá áhorfendum á þessum ótrúlega hraða er eins og framhjá fari þota af hljóðinu að dæma. Úr verður mögnuð sjón og það eykur á ánægjuna að stilla hljóðið hátt.
Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent