Vilja fjármagna nýjan Landspítala með eignatryggðri fjármögnun Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. ágúst 2014 09:39 Áhugi er fyrir því meðal fagfjárfesta að taka þátt í byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þá myndi kostnaðurinn vegna spítalans ekki lenda á ríkisreikningi. Óvíst er hvort og hvenær ráðist verður í byggingu nýs Landspítala. Stjórn og starfsmenn Nýs Landspítala ohf. og byggingarnefnd um spítalann eru enn að störfum en óvissan snýst aðallega um fjármögnun. Ekki er sátt um það milli stjórnarflokkanna að hægt sé að ráðast í framkvæmdina á þessum tímapunkti en kostnaðaráætlun um nýbyggingar og tækjakaup hljóðar upp á samtals 80 milljarða króna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir: „Húsakostur Landspítala er óviðunandi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endurbætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst.“ Gagnályktað hefur verið frá þessu á þann veg að ekki sé á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að ljúka byggingu nýs Landspítala. Þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn séu ekki hlynntir byggingu spítalans á þessum tímapunkti samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að „ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut“ með 56 atkvæðum gegn engu fyrir þingfrestun sl. vor. Það er til lausn á fjármögnunarvanda nýs Landspítala sem þarf ekki að fela í sér þungt högg fyrir fjárhag ríkissjóðs. Um er að ræða svokallaða eignatryggða fjármögnun (e. asset backed securitization). Það fæli í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem væru tryggð með framtíðar rekstrartekjum spítalans. Eignatryggð fjármögnun er eitt af því sem fellt hefur verið undir skuggabankastarfsemi (e. shadow banking) þ.e. fjármögnun annarra aðila en hefðbundinna viðskiptabanka utan hins hefðbundna eftirlitskerfis. Sjá umfjöllun um þetta fyrirbæri í Fjármálastöðugleika Seðlabankans (1/2014) á bls. 14-15. Hvalfjarðargöngin gott dæmi Dæmi um eignatryggða fjármögnun af þessu tagi er bygging Hvalfjarðarganga á sínum tíma. Þá voru skuldabréfin sem gefin voru út vegna framkvæmdarinnar tryggð með fargjöldum þeirra sem keyrðu í gegnum göngin. Jón Finnbogason forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni hf., einu stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki landsins, segir áhuga hjá fagfjárfestum að taka þátt í verkefninu. „Þetta er verkefni sem væri hægt að fjármagna með eignatryggðri fjármögnun, svo dæmi sé tekið,“ segir Jón í nýjasta þætti Klinksins.Hefur það verið skoðað? „Ég er sjálfur í nefnd sem er að skoða þetta sem er á vegum samtakanna Spítalinn okkar og ég hef komið þessum sjónarmiðum inn í þá umræðu.“ Jón segir að ef þessi leið yrði farin yrði skuldabréf vegna byggingar spítalans til dæmis tryggt með rekstrartekjum spítalans. Hann segir að þessar hugmyndir hafi fengið ágætis hljómgrunn hjá stjórnvöldum án þess að tæknilegar útfærslur hafi verið ræddar. Umræðan sé á frumstigi. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði í samtali við Stöð 2 að breyta þyrfti lögum um fjárreiður ríkisins ef fara ætti þessa leið við fjármögnun nýs Landspítala. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnendur Fjársýslu ríkisins einnig verið þeirrar skoðunar. Sveinn sagðist hins vegar telja að verði frumvarp til nýrra laga um opinber fjármál, sem lagt var fram til kynningar síðastliðið vor, að lögum í fyllingu tímans ætti það að duga því það myndi liðka fyrir fjármögnun stofnana eins og Landspítalans í A-hluta ríkissjóðs. Klinkið Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira
Áhugi er fyrir því meðal fagfjárfesta að taka þátt í byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þá myndi kostnaðurinn vegna spítalans ekki lenda á ríkisreikningi. Óvíst er hvort og hvenær ráðist verður í byggingu nýs Landspítala. Stjórn og starfsmenn Nýs Landspítala ohf. og byggingarnefnd um spítalann eru enn að störfum en óvissan snýst aðallega um fjármögnun. Ekki er sátt um það milli stjórnarflokkanna að hægt sé að ráðast í framkvæmdina á þessum tímapunkti en kostnaðaráætlun um nýbyggingar og tækjakaup hljóðar upp á samtals 80 milljarða króna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir: „Húsakostur Landspítala er óviðunandi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endurbætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst.“ Gagnályktað hefur verið frá þessu á þann veg að ekki sé á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að ljúka byggingu nýs Landspítala. Þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn séu ekki hlynntir byggingu spítalans á þessum tímapunkti samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að „ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut“ með 56 atkvæðum gegn engu fyrir þingfrestun sl. vor. Það er til lausn á fjármögnunarvanda nýs Landspítala sem þarf ekki að fela í sér þungt högg fyrir fjárhag ríkissjóðs. Um er að ræða svokallaða eignatryggða fjármögnun (e. asset backed securitization). Það fæli í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem væru tryggð með framtíðar rekstrartekjum spítalans. Eignatryggð fjármögnun er eitt af því sem fellt hefur verið undir skuggabankastarfsemi (e. shadow banking) þ.e. fjármögnun annarra aðila en hefðbundinna viðskiptabanka utan hins hefðbundna eftirlitskerfis. Sjá umfjöllun um þetta fyrirbæri í Fjármálastöðugleika Seðlabankans (1/2014) á bls. 14-15. Hvalfjarðargöngin gott dæmi Dæmi um eignatryggða fjármögnun af þessu tagi er bygging Hvalfjarðarganga á sínum tíma. Þá voru skuldabréfin sem gefin voru út vegna framkvæmdarinnar tryggð með fargjöldum þeirra sem keyrðu í gegnum göngin. Jón Finnbogason forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni hf., einu stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki landsins, segir áhuga hjá fagfjárfestum að taka þátt í verkefninu. „Þetta er verkefni sem væri hægt að fjármagna með eignatryggðri fjármögnun, svo dæmi sé tekið,“ segir Jón í nýjasta þætti Klinksins.Hefur það verið skoðað? „Ég er sjálfur í nefnd sem er að skoða þetta sem er á vegum samtakanna Spítalinn okkar og ég hef komið þessum sjónarmiðum inn í þá umræðu.“ Jón segir að ef þessi leið yrði farin yrði skuldabréf vegna byggingar spítalans til dæmis tryggt með rekstrartekjum spítalans. Hann segir að þessar hugmyndir hafi fengið ágætis hljómgrunn hjá stjórnvöldum án þess að tæknilegar útfærslur hafi verið ræddar. Umræðan sé á frumstigi. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði í samtali við Stöð 2 að breyta þyrfti lögum um fjárreiður ríkisins ef fara ætti þessa leið við fjármögnun nýs Landspítala. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnendur Fjársýslu ríkisins einnig verið þeirrar skoðunar. Sveinn sagðist hins vegar telja að verði frumvarp til nýrra laga um opinber fjármál, sem lagt var fram til kynningar síðastliðið vor, að lögum í fyllingu tímans ætti það að duga því það myndi liðka fyrir fjármögnun stofnana eins og Landspítalans í A-hluta ríkissjóðs.
Klinkið Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Sjá meira