Tíu þekktustu bílgerðirnar Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2014 16:15 Bjallan var fyrsti bíllinn sem kom á Suðurskautslandið. Hver þekkir ekki bíla eins og Volkswagen bjölluna eða Ford Mustang. Kannski þekkir yngri kynslóðin betur bílana Toyota Prius eða Honda Civic. En hver skyldu 10 þekktustu bílategundirnar vera í dag? Bílavefurinn Jalopnik í Bandaríkjunum hefur tekið saman lista yfir þær bílgerðir sem þekktastar eru. Það kemur kannski ekki svo mikið á óvart að sú þekktasta er bjallan síunga. Listinn er annars svona:Volkswagen BjallanJeep WillisToyota CorollaHonda CivicFord Model TToyota priusAustin MiniFord MustangRange RoverToyota Land Cruiser Elsti bíllinn á listanum er Ford Model T, sá yngsti Toyota Prius en sá bíll sem á lengstu framleiðslusöguna samfellt til dagsins í dag er Toyota Land Cruiser. Framleiðsla á honum hófst árið 1955 og er hann því orðinn 59 ára og enn framleiddur í fjöldamörgum eintökum á hverju ári. Range Rover náði 9. sæti listans. Hér í viðeigandi umhverfi.Toyota Corolla er til margra hluta nytsamlegur. Gárungarnir hafa oft nefnt Corollu rollu og hér er það sett í samhengi. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent
Hver þekkir ekki bíla eins og Volkswagen bjölluna eða Ford Mustang. Kannski þekkir yngri kynslóðin betur bílana Toyota Prius eða Honda Civic. En hver skyldu 10 þekktustu bílategundirnar vera í dag? Bílavefurinn Jalopnik í Bandaríkjunum hefur tekið saman lista yfir þær bílgerðir sem þekktastar eru. Það kemur kannski ekki svo mikið á óvart að sú þekktasta er bjallan síunga. Listinn er annars svona:Volkswagen BjallanJeep WillisToyota CorollaHonda CivicFord Model TToyota priusAustin MiniFord MustangRange RoverToyota Land Cruiser Elsti bíllinn á listanum er Ford Model T, sá yngsti Toyota Prius en sá bíll sem á lengstu framleiðslusöguna samfellt til dagsins í dag er Toyota Land Cruiser. Framleiðsla á honum hófst árið 1955 og er hann því orðinn 59 ára og enn framleiddur í fjöldamörgum eintökum á hverju ári. Range Rover náði 9. sæti listans. Hér í viðeigandi umhverfi.Toyota Corolla er til margra hluta nytsamlegur. Gárungarnir hafa oft nefnt Corollu rollu og hér er það sett í samhengi.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent