Mikilvægt að innanríkisráðherra hefði ekki afskipti af rannsókn lekamálsins Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2014 17:49 Bjarni sagðist hann ekki hafa lesið bréf umboðsmanns frá í gær. Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokknum sagði í þættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku, að það skipti sköpum hvort innanríkisráðherra hefði haft óeðlileg afskipti af rannsókn lekamálsins. Í bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra í gær, kemur fram að hún hafi gert alls kyns athugasemdir við rannsóknina í fjölmörgum símtölum og á fundum með Stefáni Eiríkssyni fráfarandi lögreglustjóra og m.a. spurt hann hvort rannsóknin gengi ekki of langt. Þá teldi hún að rannsaka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu. Þegar Bjarni var spurður um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Sprengisandi hinn 17. ágúst sagði hann m.a.: "Ég get sagt fyrir mitt leyti, þá skiptir það sköpum í málinu hvort ráðherrann hefur haft beina aðkomu eða með einhverjum hætti óeðlileg afskipti, t.d. hefur verið rætt mikið um það að undanförnu hvort rannsókn málsins hafi fengið að ganga fram án afskipta, það skiptir miklu máli,” sagði Bjarni og er þá spurður: Að hún tali við rannsakandann á leiðinni, á meðan málið er í rannsókn…? „Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að ég tel að það sé ekkert fram komið sem sýni fram á það að ráðherrann eða starfsmenn ráðuneytisins hafi gert neitt annað en að reyna að greiða fyrir því að rannsókn málsins færi fram,“ sagði Bjarni. Þegar Bjarni var spurður um stöðu inanríkisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, sagðist hann ekki hafa lesið bréf umboðsmanns frá í gær en sagði svo: „Ráðherrann hefur fullt traust til að svara fyrir þessar ásakanir. Hún hefur traust til að gegna sínu embætti. Það hefur ekkert breyst hvað það snertir. Og ég segi bara ekki annað í þessu en að ráðherrann hlýtur að eiga rétt á því að fá að bregðast við, með því að fá tíma til að svara og ég veit að ráðherrann hyggst gera það,“ sagði Bjarni. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið innanríkisráðherra frest til 10. september til að svara bréfi hans frá í gær. Lekamálið Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokknum sagði í þættinum Sprengisandi fyrir rúmri viku, að það skipti sköpum hvort innanríkisráðherra hefði haft óeðlileg afskipti af rannsókn lekamálsins. Í bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra í gær, kemur fram að hún hafi gert alls kyns athugasemdir við rannsóknina í fjölmörgum símtölum og á fundum með Stefáni Eiríkssyni fráfarandi lögreglustjóra og m.a. spurt hann hvort rannsóknin gengi ekki of langt. Þá teldi hún að rannsaka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara á málinu. Þegar Bjarni var spurður um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á Sprengisandi hinn 17. ágúst sagði hann m.a.: "Ég get sagt fyrir mitt leyti, þá skiptir það sköpum í málinu hvort ráðherrann hefur haft beina aðkomu eða með einhverjum hætti óeðlileg afskipti, t.d. hefur verið rætt mikið um það að undanförnu hvort rannsókn málsins hafi fengið að ganga fram án afskipta, það skiptir miklu máli,” sagði Bjarni og er þá spurður: Að hún tali við rannsakandann á leiðinni, á meðan málið er í rannsókn…? „Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er sú að ég tel að það sé ekkert fram komið sem sýni fram á það að ráðherrann eða starfsmenn ráðuneytisins hafi gert neitt annað en að reyna að greiða fyrir því að rannsókn málsins færi fram,“ sagði Bjarni. Þegar Bjarni var spurður um stöðu inanríkisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, sagðist hann ekki hafa lesið bréf umboðsmanns frá í gær en sagði svo: „Ráðherrann hefur fullt traust til að svara fyrir þessar ásakanir. Hún hefur traust til að gegna sínu embætti. Það hefur ekkert breyst hvað það snertir. Og ég segi bara ekki annað í þessu en að ráðherrann hlýtur að eiga rétt á því að fá að bregðast við, með því að fá tíma til að svara og ég veit að ráðherrann hyggst gera það,“ sagði Bjarni. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið innanríkisráðherra frest til 10. september til að svara bréfi hans frá í gær.
Lekamálið Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira