Stór Cadillac gegn þýskum Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2014 10:18 Cadillac Elmiraj tilraunabíllinn. Vonandi verður sá nýi sem líkastur honum. Cadillac bílar teljast í lúxusflokki en þó framleiðir fyrirtækið ekki bíl sem keppt getur við stærstu fólksbíla þýsku lúxusframleiðendanna. Er þar átt við BMW 7-línuna, Audi A8 og Mercedes Benz S-Class. Þessu hyggst Cadillac breyta með nýjum bíl. Hann á að fá nýjan undirvagn og eiga í raun fátt sameiginlegt með þeim gerðum sem Cadillac framleiðir í dag. Hann verður, eins og stórum lúxuskerrum sæmir, með afturhjóladrifi. Cadillac er í eigu General Motors og svo mikið liggur þeim á að koma þessum bíl á markað að hann á að vera tilbúinn til sölu strax á næsta ári. Hvað útlit nýja bílsins varðar er veðjað á að hann erfi að mestu útlit tilraunabílsins Cadillac Elmiraj, sem sýndur var á flestum bílasýningum heims á síðasta ári. Hann þykir ógnarfagur bíll svo ef Cadillac eru trúr útliti hans, er von á góðu. Segja má að mikið sé undir hjá Cadillac hvað þennan nýja bíl varðar. Staða bandarísku framleiðendanna nú er sú að þeir bjóða í raun engan frambærilegan stóran lúxusbíll sem keppir við lúxusmerkin frá Þýskalandi, Ítalíu og Bretland. Hefur svo verið í nokkurn tíma þó að annað hafi átt við á blómatíma bandarískrar bílaframleiðslu. Með þessum bíl gæti Cadillac stimplað sinn sem raunverulegan keppanda í þessum flokki bíla, eða gjörsamlega klúðrað hlutunum og þá sykkju bandarískir bílar enn neðar í samanburði við þá evrópsku. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent
Cadillac bílar teljast í lúxusflokki en þó framleiðir fyrirtækið ekki bíl sem keppt getur við stærstu fólksbíla þýsku lúxusframleiðendanna. Er þar átt við BMW 7-línuna, Audi A8 og Mercedes Benz S-Class. Þessu hyggst Cadillac breyta með nýjum bíl. Hann á að fá nýjan undirvagn og eiga í raun fátt sameiginlegt með þeim gerðum sem Cadillac framleiðir í dag. Hann verður, eins og stórum lúxuskerrum sæmir, með afturhjóladrifi. Cadillac er í eigu General Motors og svo mikið liggur þeim á að koma þessum bíl á markað að hann á að vera tilbúinn til sölu strax á næsta ári. Hvað útlit nýja bílsins varðar er veðjað á að hann erfi að mestu útlit tilraunabílsins Cadillac Elmiraj, sem sýndur var á flestum bílasýningum heims á síðasta ári. Hann þykir ógnarfagur bíll svo ef Cadillac eru trúr útliti hans, er von á góðu. Segja má að mikið sé undir hjá Cadillac hvað þennan nýja bíl varðar. Staða bandarísku framleiðendanna nú er sú að þeir bjóða í raun engan frambærilegan stóran lúxusbíll sem keppir við lúxusmerkin frá Þýskalandi, Ítalíu og Bretland. Hefur svo verið í nokkurn tíma þó að annað hafi átt við á blómatíma bandarískrar bílaframleiðslu. Með þessum bíl gæti Cadillac stimplað sinn sem raunverulegan keppanda í þessum flokki bíla, eða gjörsamlega klúðrað hlutunum og þá sykkju bandarískir bílar enn neðar í samanburði við þá evrópsku.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent