Eldgosin orðin sjö frá upphafi jarðhræringa Svavar Hávarðsson skrifar 10. september 2014 07:00 Á þremur vikum hefur kvika sjö sinnum náð upp á yfirborð - og því eru eldgosin sjö. Fréttablaðið/Auðunn „Þessi atburðarás fer að krefjast þess að talað sé um elda, líkt og talað er um Kröfluelda eða Skaftárelda. Við erum með mikla eldvirkni á ákveðnu svæði sem kemur og fer. Við höfum þegar sjö atvik þar sem kvika hefur komið upp á yfirborð jarðar,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Almannavörnum. „Sérstaklega á þetta við ef umbrotin halda áfram næstu misserin.“ Í yfirlitsflugi vísindamanna á sunnudag sást þriðji sigketillinn í Dyngjujökli, aðeins um þrjá kílómetra frá sporði jökulsins. Fyrir höfðu sést þrír sigkatlar; tveir í Dyngjujökli síðustu daga og sá fyrsti, eða fyrstu, mun sunnar í jöklinum fyrir suðaustan Grímsvötn. Þá eru ótalin eldgosin utan jökuls. Örgosið fyrsta í Holuhrauni; annað gosið sem stendur enn yfir af krafti, og síðan sprungan þar fyrir sunnan sem nú er kulnuð. Björn segir, og á því þurfi að hnykkja vegna áhuga fólks að fara til að skoða eldsumbrotin, að eldgosin sjö séu aðeins hluti af miklu stærri atburðarás. „Þetta spannar allan norðvestur hluta Vatnajökuls. Á síðustu dögum höfum við séð sigið í Bárðabungu upp á allt að 20 metra og nýjan sigketil í Dyngjujökli. Eldgos er uppi í Holuhrauni. Við þetta bætist framrás berggangsins með miklum jarðhræringum því fylgjandi. Fólk horfir mjög til þessa fallega eldgoss, sem þó getur reynst mjög hættulegt þeim sem staddir eru nálægt því. En váin á svæðinu er miklu meiri, eins og rætt var um áður en eldgosin hófust utan jökuls,“ segir Björn og vísar til hættu á eldgosi undir jökli og flóðahættu því tengdu. „Kannski er þetta tímaspursmál hvenær þessir litlu atburðir undir Dyngjujökli verði af þeirri stærðargráðu að þeir bræði sig upp úr jöklinum,“ segir Björn. Í ljósi þess að sigkatlarnir eru orðnir fjórir, hið minnsta, má spyrja hvert fer vatnið. Björn segir það koma til greina að bráðin úr Dyngjujökli renni út í Jökulsá á Fjöllum án þess að þess verði sérstaklega vart. Áin er vatnsmikil og rennur undan jöklinum í mörgum kvíslum á tugkílómetra löngu svæði. „Fræðilega getur verið að vatnið renni þar fram, án þess að við verðum þess vör, því magnið er það lítið.“ Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Þessi atburðarás fer að krefjast þess að talað sé um elda, líkt og talað er um Kröfluelda eða Skaftárelda. Við erum með mikla eldvirkni á ákveðnu svæði sem kemur og fer. Við höfum þegar sjö atvik þar sem kvika hefur komið upp á yfirborð jarðar,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Almannavörnum. „Sérstaklega á þetta við ef umbrotin halda áfram næstu misserin.“ Í yfirlitsflugi vísindamanna á sunnudag sást þriðji sigketillinn í Dyngjujökli, aðeins um þrjá kílómetra frá sporði jökulsins. Fyrir höfðu sést þrír sigkatlar; tveir í Dyngjujökli síðustu daga og sá fyrsti, eða fyrstu, mun sunnar í jöklinum fyrir suðaustan Grímsvötn. Þá eru ótalin eldgosin utan jökuls. Örgosið fyrsta í Holuhrauni; annað gosið sem stendur enn yfir af krafti, og síðan sprungan þar fyrir sunnan sem nú er kulnuð. Björn segir, og á því þurfi að hnykkja vegna áhuga fólks að fara til að skoða eldsumbrotin, að eldgosin sjö séu aðeins hluti af miklu stærri atburðarás. „Þetta spannar allan norðvestur hluta Vatnajökuls. Á síðustu dögum höfum við séð sigið í Bárðabungu upp á allt að 20 metra og nýjan sigketil í Dyngjujökli. Eldgos er uppi í Holuhrauni. Við þetta bætist framrás berggangsins með miklum jarðhræringum því fylgjandi. Fólk horfir mjög til þessa fallega eldgoss, sem þó getur reynst mjög hættulegt þeim sem staddir eru nálægt því. En váin á svæðinu er miklu meiri, eins og rætt var um áður en eldgosin hófust utan jökuls,“ segir Björn og vísar til hættu á eldgosi undir jökli og flóðahættu því tengdu. „Kannski er þetta tímaspursmál hvenær þessir litlu atburðir undir Dyngjujökli verði af þeirri stærðargráðu að þeir bræði sig upp úr jöklinum,“ segir Björn. Í ljósi þess að sigkatlarnir eru orðnir fjórir, hið minnsta, má spyrja hvert fer vatnið. Björn segir það koma til greina að bráðin úr Dyngjujökli renni út í Jökulsá á Fjöllum án þess að þess verði sérstaklega vart. Áin er vatnsmikil og rennur undan jöklinum í mörgum kvíslum á tugkílómetra löngu svæði. „Fræðilega getur verið að vatnið renni þar fram, án þess að við verðum þess vör, því magnið er það lítið.“
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira