Hafa keypt 40 mæla til að auka vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2014 15:09 VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIR Á allra næstu dögum mun Umhverfisstofnun í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra auka stórlega vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá eldgosinu í Holuhrauni. Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstöfnum að keyptir hafa verið 40 mælar og verður mælingin í höndum þeirra sem starfa að almannavörnum á hverjum stað, s.s lögreglu. Við kaup á mælum var lögð höfuðáhersla á að kaupa mæla sem auðveldlega mætti koma fyrir á sem flestum stöðum um land allt til að tryggja sem þéttast mælinet á sem stystum tíma og kosturinn við að hafa þá hreyfanlega auðveldar einnig viðbragðsteymum að bregðast skjótt við ófyrirséðum aðstæðum. Vegna eldgossins í Holuhrauni hefur undanfarið verið unnið að því að þétta net mælitækja sem mæla brennisteinsdíoxíð. Við venjubundnar aðstæður hefur hefur SO2 nær eingöngu verið mælt í nágrenni stóriðjufyrirtækja. Eftir að eldgosið hófst og mengun frá brennisteinsdíoxíði er orðin raunverulegt vandamál í byggð skapaðist þörf fyrir að þétta mælinetið verulega og gera það hratt. Almannavarnaryfirvöld í samráði við Umhverfisstofnun óskuðu eftir því við Landvirkjun, Alcoa, Norðurál og Elkem að þessi fyrirtæki lánuðu hluta af sínum mælibúnaði til þessa verkefnis. Fyrirtækin brugðust mjög vel við þeim beiðnum og eru þeim færðar þakkir fyrir. Þá hafa Landsvirkjun, HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur breytt sínum mælum sem þessi fyrirtæki höfðu til að mæla H2S (brennisteinsvetni) á jarðhitasvæðum til að mæla einnig SO2.Nettengdir mælar verða staðsettir á eftirtöldum stöðum: 1. Akureyri 2. Vogar við Mývatn 3. Grunnskólinn í Reykjahlíð 4. Eyvindartstaðir í Kelduhverfi 5. Vopnafjörður 6. Egilsstaðir 7. Hjallaleyra í Reyðarfirði 8. Ljósá í Reyðarfirði 9. Hólmar Í Reyðarfirði 10. Leirubakki í Landssveit 11. Hveragerði 12. Við Hellisheiðarvirkjun 13. Norðlingaholt í Reykjavík 14. Grensásvegur í Reykjavík 15. Færanleg stöð Reykjavíkurborgar 16. Dalsmári í Kópavogi 17. Hvaleyrarholt í Hafnarfirði 18. Grindavík 19. Gröf í Hvalfirði 20. Kríuvarða í HvalfirðiÁætlanir gera ráð fyrir staðsetningu nýrra mæla á eftirtöldum stöðum og verður unnið í samstarfi við sveitastjórnir á hverjum stað: 1. Húsavík 2. Raufarhöfn 3. Þórshöfn 4. Bakkafjörður 5. Borgarfjörður-Eystri 6. Innst í Fljótsdal 7. Innst í Jökuldal 8. Seyðisfjörður 9. Neskaupsstaður 10. Fáskrúðsfjörður 11. Breiðdalsvík 12. Djúpivogur 13. Höfn 14. Skaftafell 15. Kirkjubæjarklaustur 16. Vík 17. Hvolsvöllur 18. Borgarnes 19. Uppsveitir Borgarfjarðar 20. Stykkishólmur 21. Ísafjörður 22. Hvammstangi 23. Sauðárkrókur Bárðarbunga Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Á allra næstu dögum mun Umhverfisstofnun í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra auka stórlega vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá eldgosinu í Holuhrauni. Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstöfnum að keyptir hafa verið 40 mælar og verður mælingin í höndum þeirra sem starfa að almannavörnum á hverjum stað, s.s lögreglu. Við kaup á mælum var lögð höfuðáhersla á að kaupa mæla sem auðveldlega mætti koma fyrir á sem flestum stöðum um land allt til að tryggja sem þéttast mælinet á sem stystum tíma og kosturinn við að hafa þá hreyfanlega auðveldar einnig viðbragðsteymum að bregðast skjótt við ófyrirséðum aðstæðum. Vegna eldgossins í Holuhrauni hefur undanfarið verið unnið að því að þétta net mælitækja sem mæla brennisteinsdíoxíð. Við venjubundnar aðstæður hefur hefur SO2 nær eingöngu verið mælt í nágrenni stóriðjufyrirtækja. Eftir að eldgosið hófst og mengun frá brennisteinsdíoxíði er orðin raunverulegt vandamál í byggð skapaðist þörf fyrir að þétta mælinetið verulega og gera það hratt. Almannavarnaryfirvöld í samráði við Umhverfisstofnun óskuðu eftir því við Landvirkjun, Alcoa, Norðurál og Elkem að þessi fyrirtæki lánuðu hluta af sínum mælibúnaði til þessa verkefnis. Fyrirtækin brugðust mjög vel við þeim beiðnum og eru þeim færðar þakkir fyrir. Þá hafa Landsvirkjun, HS Orka og Orkuveita Reykjavíkur breytt sínum mælum sem þessi fyrirtæki höfðu til að mæla H2S (brennisteinsvetni) á jarðhitasvæðum til að mæla einnig SO2.Nettengdir mælar verða staðsettir á eftirtöldum stöðum: 1. Akureyri 2. Vogar við Mývatn 3. Grunnskólinn í Reykjahlíð 4. Eyvindartstaðir í Kelduhverfi 5. Vopnafjörður 6. Egilsstaðir 7. Hjallaleyra í Reyðarfirði 8. Ljósá í Reyðarfirði 9. Hólmar Í Reyðarfirði 10. Leirubakki í Landssveit 11. Hveragerði 12. Við Hellisheiðarvirkjun 13. Norðlingaholt í Reykjavík 14. Grensásvegur í Reykjavík 15. Færanleg stöð Reykjavíkurborgar 16. Dalsmári í Kópavogi 17. Hvaleyrarholt í Hafnarfirði 18. Grindavík 19. Gröf í Hvalfirði 20. Kríuvarða í HvalfirðiÁætlanir gera ráð fyrir staðsetningu nýrra mæla á eftirtöldum stöðum og verður unnið í samstarfi við sveitastjórnir á hverjum stað: 1. Húsavík 2. Raufarhöfn 3. Þórshöfn 4. Bakkafjörður 5. Borgarfjörður-Eystri 6. Innst í Fljótsdal 7. Innst í Jökuldal 8. Seyðisfjörður 9. Neskaupsstaður 10. Fáskrúðsfjörður 11. Breiðdalsvík 12. Djúpivogur 13. Höfn 14. Skaftafell 15. Kirkjubæjarklaustur 16. Vík 17. Hvolsvöllur 18. Borgarnes 19. Uppsveitir Borgarfjarðar 20. Stykkishólmur 21. Ísafjörður 22. Hvammstangi 23. Sauðárkrókur
Bárðarbunga Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira