Jólin eru komin í Rúmfatalagernum Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2014 16:21 Ívar og félagar í Rúmfatalagernum fyrst með jólin þetta árið, og slógu Ikea ref fyrir rass. Jólin eru komin í Rúmfatalagerinn. Verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi heitir Ívar Þórður Ívarsson og hann er kominn í sannkallað jólaskap, hress og kátur. „Já, við erum fyrst í ár. Það er klárlega þannig. Við ætlum að stilla þessu vel upp, og selja allar gömlu jólavörurnar með 30 prósenta afslætti,“ segir Ívar. Hann segir fólk almennt taki vel í þetta. „En, þeir eru reyndar til sem vilja halda því fram að þetta sé alltof snemmt og láta mann heyra það,“ segir Ívar og er með athyglisverða kenningu varðandi þá sem vilja nöldra vegna þess að jólin séu kynnt alltof snemma til leiks, og það nú strax í september. „Það eru vanalegast þeir sem mest skammast sem svo versla mest. Ætli maður verði ekki svo að skoða þetta, segja þeir eftir skammirnar og svo kaupa þeir.“ Ívar Þórður segir að fram til þessa og oftast sé Ikea fyrst verslana til að bjóða fram jólavarning en nú sé Rúmfatalagerinn fyrstur. Sem og reyndar í fyrra. „Þjófstarta? Jú, kannski. En, nú verður stutt í að þeir setji allt í gang. Menn eru svekktir og vakna upp við vondan draum! Seinnipartinn í næstu viku verða þeir búnir að setja allt í gang,“ segir Ívar og vísar til þeirra sem versla með jólavarning. „Ég held að við séum sterkust á landinu í jólavörum og fólkið er svo ánægt að koma þegar það er búið að breyta þessu. En, svo erum við líka að hjálpa þeim sem vilja ekki eyða öllum peningunum í desember, heldur mjatla þetta út núna; ljós, seríur og kerti. Lýsir svo skammdegið upp. Ég verð kominn með nýjar vöru 14. næsta mánaðar. Þá verða allar þessar vörur farnar og búið og bless, og þá get ég í góðum „fílíng“ tekið yfirvinnu og breytt búðinni minni í sannkallað jólaland,“ segir Ívar Páll: „Gleðileg jól!“ Og jólin, jólin... þau eru kannski ekki allstaðar, nú þegar septembermánuður er liðlega hálfnaður, en þau eru mætt til leiks í Rúmfatalagernum. Jólafréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Jólin eru komin í Rúmfatalagerinn. Verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi heitir Ívar Þórður Ívarsson og hann er kominn í sannkallað jólaskap, hress og kátur. „Já, við erum fyrst í ár. Það er klárlega þannig. Við ætlum að stilla þessu vel upp, og selja allar gömlu jólavörurnar með 30 prósenta afslætti,“ segir Ívar. Hann segir fólk almennt taki vel í þetta. „En, þeir eru reyndar til sem vilja halda því fram að þetta sé alltof snemmt og láta mann heyra það,“ segir Ívar og er með athyglisverða kenningu varðandi þá sem vilja nöldra vegna þess að jólin séu kynnt alltof snemma til leiks, og það nú strax í september. „Það eru vanalegast þeir sem mest skammast sem svo versla mest. Ætli maður verði ekki svo að skoða þetta, segja þeir eftir skammirnar og svo kaupa þeir.“ Ívar Þórður segir að fram til þessa og oftast sé Ikea fyrst verslana til að bjóða fram jólavarning en nú sé Rúmfatalagerinn fyrstur. Sem og reyndar í fyrra. „Þjófstarta? Jú, kannski. En, nú verður stutt í að þeir setji allt í gang. Menn eru svekktir og vakna upp við vondan draum! Seinnipartinn í næstu viku verða þeir búnir að setja allt í gang,“ segir Ívar og vísar til þeirra sem versla með jólavarning. „Ég held að við séum sterkust á landinu í jólavörum og fólkið er svo ánægt að koma þegar það er búið að breyta þessu. En, svo erum við líka að hjálpa þeim sem vilja ekki eyða öllum peningunum í desember, heldur mjatla þetta út núna; ljós, seríur og kerti. Lýsir svo skammdegið upp. Ég verð kominn með nýjar vöru 14. næsta mánaðar. Þá verða allar þessar vörur farnar og búið og bless, og þá get ég í góðum „fílíng“ tekið yfirvinnu og breytt búðinni minni í sannkallað jólaland,“ segir Ívar Páll: „Gleðileg jól!“ Og jólin, jólin... þau eru kannski ekki allstaðar, nú þegar septembermánuður er liðlega hálfnaður, en þau eru mætt til leiks í Rúmfatalagernum.
Jólafréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira