DS bílar Citroën án Citroën merkis Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2014 13:15 Einn þeirra DS bíla sem Citroën ætlar að sýna í París. Citroën hefur framleitt DS lúxusútgáfur af bílum sínum í nokkurn tíma en ætlar að aðskilja DS bíla sína frá öðrum Citroën bílum frá og með 2015 árgerðum þeirra. Því munu DS bílarnir ekki lengur bera Citroën merkið. Franskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum horft á þýsku lúxusbílaframleiðendurna blómstra á meðan ódýrari bílar þeirra hafa átt undir högg að sækja. Þessi aðgerð er því nokkuð til marks um það að Citroën ætlar ekki að eftirláta þá þýsku alveg lúxusbílamarkaðinn. DS bílar Citroën verða þó áfram seldir eftir sömu leiðum og Citroën bílar og DS bílarnir munu áfram eiga margt sameiginlegt með Citroën bílum, meðal annars undirvagna þeirra. Stjórnaformaður PSA/Peugeot-Citroën, Carlos Tavares telur að DS-bílalína þeirra verði orðin verðugur keppinautur Audi bíla árið 2020 og á það líklega einnig við bíla BMW og Mercedes Benz. Engu að síður ætlar Citroën að keppa á lúxusbílamarkaðnum með öðrum meðulum en þeir þýsku, bílarnir verða hlaðnir franskri fágun, nútíma lausnum og frönskum lífsstíl. Citroën mun sýna DS bíla á bílasýningunni í París sem hefst eftir fáeinar vikur og Tavares telur að bílarnir muni vekja þar mikla athygli. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent
Citroën hefur framleitt DS lúxusútgáfur af bílum sínum í nokkurn tíma en ætlar að aðskilja DS bíla sína frá öðrum Citroën bílum frá og með 2015 árgerðum þeirra. Því munu DS bílarnir ekki lengur bera Citroën merkið. Franskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum horft á þýsku lúxusbílaframleiðendurna blómstra á meðan ódýrari bílar þeirra hafa átt undir högg að sækja. Þessi aðgerð er því nokkuð til marks um það að Citroën ætlar ekki að eftirláta þá þýsku alveg lúxusbílamarkaðinn. DS bílar Citroën verða þó áfram seldir eftir sömu leiðum og Citroën bílar og DS bílarnir munu áfram eiga margt sameiginlegt með Citroën bílum, meðal annars undirvagna þeirra. Stjórnaformaður PSA/Peugeot-Citroën, Carlos Tavares telur að DS-bílalína þeirra verði orðin verðugur keppinautur Audi bíla árið 2020 og á það líklega einnig við bíla BMW og Mercedes Benz. Engu að síður ætlar Citroën að keppa á lúxusbílamarkaðnum með öðrum meðulum en þeir þýsku, bílarnir verða hlaðnir franskri fágun, nútíma lausnum og frönskum lífsstíl. Citroën mun sýna DS bíla á bílasýningunni í París sem hefst eftir fáeinar vikur og Tavares telur að bílarnir muni vekja þar mikla athygli.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent