Viljum halda áfram að gefa út fræðibækur á íslensku Linda Blöndal skrifar 14. september 2014 19:30 Tillagan í fjárlagafrumvarpinu að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12 prósent hefur verið gagnrýnd. Hækkunin mun eiga við fagur- og fræðibókmenntir og allar kennslubækur. Innan Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, eru um 600 félagar, mest fræðimenn. Fræðibókaútgáfa er mun dýrari í útgáfu en skáldsögur.Pólitísk spurningHve mikið hægt er að gefa út af fræðibókum á íslensku er pólitísk spurning segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis og ætti ekki að vera svarað í fjármálaráðuneytinu. Jón Yngvi sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að allt sem geri útgáfu fræði- og námsbóka erfiðari geri það að verkum að það erfiðara verði að halda úti fræði- og kennslubókaútgáfu á íslensku flestum eða öllum sviðum. Hættum að hugsa fræðigreinar á íslensku „Það sem við óttumst er að smám saman fari að tálgast utan af því, sérstök svið hverfi og við hættum að hugsa um þau á íslensku,“ sagði Jón Yngi. „Þetta er líka málpólitík. Við viljum geta gefið út kennslubækur fyrir framhaldsskóla og háskóla. Við viljum geta gefið út bækurnar í skólunum á íslensku fyrir námsmenn á sem flestum sviðum svo auka og viðhalda megi þekkingu á móðurmálinu.“ Námsgagnastofnun gefur hins vegar út langmest af kennsluefni grunnskóla. Betra læsi í Hvítbók Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sett tvö meginmarkmið til að ná fram umbótum í menntamálum í Hvítbók sinni sem hann hefur kynnt um landið. Annað aðalmarkmiðanna er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri en hlutfallið er 79 prósent nú. Gagnrýnt er að yfirvofandi skattahækkun muni hafa áhrif á útbreiðslu bóka og læsi. Það vakti athygli að Illugi sagði á Alþingi síðastliðinn föstudag að skoða mætti mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar skattlagningar. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Tillagan í fjárlagafrumvarpinu að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12 prósent hefur verið gagnrýnd. Hækkunin mun eiga við fagur- og fræðibókmenntir og allar kennslubækur. Innan Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, eru um 600 félagar, mest fræðimenn. Fræðibókaútgáfa er mun dýrari í útgáfu en skáldsögur.Pólitísk spurningHve mikið hægt er að gefa út af fræðibókum á íslensku er pólitísk spurning segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis og ætti ekki að vera svarað í fjármálaráðuneytinu. Jón Yngvi sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að allt sem geri útgáfu fræði- og námsbóka erfiðari geri það að verkum að það erfiðara verði að halda úti fræði- og kennslubókaútgáfu á íslensku flestum eða öllum sviðum. Hættum að hugsa fræðigreinar á íslensku „Það sem við óttumst er að smám saman fari að tálgast utan af því, sérstök svið hverfi og við hættum að hugsa um þau á íslensku,“ sagði Jón Yngi. „Þetta er líka málpólitík. Við viljum geta gefið út kennslubækur fyrir framhaldsskóla og háskóla. Við viljum geta gefið út bækurnar í skólunum á íslensku fyrir námsmenn á sem flestum sviðum svo auka og viðhalda megi þekkingu á móðurmálinu.“ Námsgagnastofnun gefur hins vegar út langmest af kennsluefni grunnskóla. Betra læsi í Hvítbók Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sett tvö meginmarkmið til að ná fram umbótum í menntamálum í Hvítbók sinni sem hann hefur kynnt um landið. Annað aðalmarkmiðanna er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri en hlutfallið er 79 prósent nú. Gagnrýnt er að yfirvofandi skattahækkun muni hafa áhrif á útbreiðslu bóka og læsi. Það vakti athygli að Illugi sagði á Alþingi síðastliðinn föstudag að skoða mætti mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar skattlagningar.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira