„Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2014 08:53 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, ræddu fjárlagafrumvarpið í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Oddný segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með breytinguna á virðisaukaskatts kerfinu. „Stóra myndin er þó í takt við það sem þessi ríkisstjórn hefur markað. Við sáum það í fjárlagafrumvarpinu 2014. Svigrúmið þar var nýtt fyrir þá sem hafa það best og það sama gerist í þessu.“ Hún segist hafa talað fyrir endurskoðun virðisaukaskattskerfisins, að fækka þyrfti undanþágum. Að of lítið skref hafi verið tekið í þá áttina og í raun væri varla hægt að tala um endurskoðun. „Síðan er matur hækkaður undir því yfirskyni að verið sé að einfalda kerfið.“ Hún bendir á að í frumvarpinu segir að virðisaukakerfi sé ekki góð leið til að ná fram jöfnuði og því sé þessi breyting gerð. Þó sé ekkert sagt til um aðrar leiðir til að auka jöfnuð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Það verður að horfa á þá sem að minnst hafa. Þeir auðvitað spyrja sig hvort þeir eigi að kaupa sjónvarp eða þvottavél og nota það sem þeir græða á því til að kaupa í matinn. Þetta gengur ekki upp,“ segir Oddný. „Ég skil ekki alveg þessa umræðu og þessar fullyrðingar um að þessi ríkisstjórn hafi fyrst og fremst hjálpað þeim sem hafi meira á milli handanna,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að ef áherslur fjárlagafrumvarpsins og í því síðasta hafi verið að hjálpa þeim sem hafi það best, því hafi tíu milljarðar verið settir í heilbrigðismálin og sjö milljarðar í almannatryggingar, fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Guðlaugur sagði AGS og OECD hafa sagt að virðisaukaskattur væri ekki góð leið til að ná fram jöfnuði. Hann segir að nú sé verið að taka út hin alræmdu vörugjöld, sem fylgt hafi miklar flækjur í gegnum tíðina. „Í heildina, liggur það fyrir að ráðstöfunartekjur heimilana munu aukast við þessar breytingar, um fjögur þúsund milljónir króna. Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent miðað við allar þessar breytingar. Þetta er ekki bara afnám vörugjaldsins, eða lækkun á hæsta virðisaukastigi. Þetta er líka hækkun á lægra þrepinu og sömuleiðis er bætt í barnabæturnar.“ Umræðunni var þó ekki lokið hér, en hægt er að hlusta á þau Oddný og Guðlaug hér að ofan. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, ræddu fjárlagafrumvarpið í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Oddný segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með breytinguna á virðisaukaskatts kerfinu. „Stóra myndin er þó í takt við það sem þessi ríkisstjórn hefur markað. Við sáum það í fjárlagafrumvarpinu 2014. Svigrúmið þar var nýtt fyrir þá sem hafa það best og það sama gerist í þessu.“ Hún segist hafa talað fyrir endurskoðun virðisaukaskattskerfisins, að fækka þyrfti undanþágum. Að of lítið skref hafi verið tekið í þá áttina og í raun væri varla hægt að tala um endurskoðun. „Síðan er matur hækkaður undir því yfirskyni að verið sé að einfalda kerfið.“ Hún bendir á að í frumvarpinu segir að virðisaukakerfi sé ekki góð leið til að ná fram jöfnuði og því sé þessi breyting gerð. Þó sé ekkert sagt til um aðrar leiðir til að auka jöfnuð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Það verður að horfa á þá sem að minnst hafa. Þeir auðvitað spyrja sig hvort þeir eigi að kaupa sjónvarp eða þvottavél og nota það sem þeir græða á því til að kaupa í matinn. Þetta gengur ekki upp,“ segir Oddný. „Ég skil ekki alveg þessa umræðu og þessar fullyrðingar um að þessi ríkisstjórn hafi fyrst og fremst hjálpað þeim sem hafi meira á milli handanna,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að ef áherslur fjárlagafrumvarpsins og í því síðasta hafi verið að hjálpa þeim sem hafi það best, því hafi tíu milljarðar verið settir í heilbrigðismálin og sjö milljarðar í almannatryggingar, fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Guðlaugur sagði AGS og OECD hafa sagt að virðisaukaskattur væri ekki góð leið til að ná fram jöfnuði. Hann segir að nú sé verið að taka út hin alræmdu vörugjöld, sem fylgt hafi miklar flækjur í gegnum tíðina. „Í heildina, liggur það fyrir að ráðstöfunartekjur heimilana munu aukast við þessar breytingar, um fjögur þúsund milljónir króna. Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent miðað við allar þessar breytingar. Þetta er ekki bara afnám vörugjaldsins, eða lækkun á hæsta virðisaukastigi. Þetta er líka hækkun á lægra þrepinu og sömuleiðis er bætt í barnabæturnar.“ Umræðunni var þó ekki lokið hér, en hægt er að hlusta á þau Oddný og Guðlaug hér að ofan.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira