Perravaktin vill elta nafnlaus ógeð á netinu Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2014 09:21 Búið er að stofna til hóps sem kallar sig Perravaktina, sem vill hafa hendur í hári perverta á netinu. visir/gva „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð.“ Þetta segir meðal annars í yfirlýsingu sem vefmiðillinn Knúz birti nú nýverið. Þar eru boðaðar aðgerðir gegn þeim nafnleysingjum sem fara um á netinu í leit að myndum af klæðalausum íslenskum konum og börnum. Í greininni, en höfundar óska nafnleyndar, birtist það sjónarhorn að lögreglan sé „gagnslaus í þeim málum, svona eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum.“ Ekki kemur fram til hvers konar aðgerða aðstandendur Perravaktarinnar hyggjast grípa en þar kemur fram sú skoðun að ömurlegt sé að „þetta fólk geti ávallt komist upp með verknaðinn, án þess að nokkurn tíma þurfa að standa frammi fyrir afleiðingum gjörða sinna. Margar svona síður hafa komið upp í gegnum tíðina (t.d. Ringulreið og Slembingur), og eina ráðið virðist vera að loka síðunum eða fylla þær af einhverju (flooda). Það hefur enginn verið viljugur til að benda á gerendur og upplýsa hverjir þeir eru, og lögreglan virðist ekkert vera á hraðferð til að taka á þessu. Allir vita að skömmun er góð forvörn. Það á ekki að þurfa að kenna stúlkum að taka ekki myndir af sér, það þarf að kenna fólki að deila þeim ekki á alnetið í óleyfi.“ Kveikja Perravaktarinnar varð þegar aðstandendur uppgötvuðu síðu sem virðist hafa það eitt að markmiði að óska eftir og deila myndum af stúlkum undir 18 ára aldri. „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð. Það eru nefnilega margir sem deila notendanöfnum á t.d. skype og snapchat, og jafnvel setja inn tölvupóstföng til að fá rúnkefnið sem hraðast, og þótt eitthvað leiðir á blindgötur eru mörg sem eru raunveruleg og innihalda raunverulegar upplýsingar um fólk. Nöfn t.d. Eitthvað af þessu er auðkennanlegt fólki sem kannast við þessa menn og hefur átt við þá samskipti, og vonin er að einhver sé tilbúin að benda á gerandann með þessar upplýsingar að vopni.“ Í lok pistils kemur fram að senda megi Perravaktinni efni, spurningar og upplýsingar í gegnum perravaktin.tumblr.com eða senda tölvupóst á [email protected]. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af aðstandendum síðunnar sem eru, eins og áður sagði, nafnlausir. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð.“ Þetta segir meðal annars í yfirlýsingu sem vefmiðillinn Knúz birti nú nýverið. Þar eru boðaðar aðgerðir gegn þeim nafnleysingjum sem fara um á netinu í leit að myndum af klæðalausum íslenskum konum og börnum. Í greininni, en höfundar óska nafnleyndar, birtist það sjónarhorn að lögreglan sé „gagnslaus í þeim málum, svona eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum.“ Ekki kemur fram til hvers konar aðgerða aðstandendur Perravaktarinnar hyggjast grípa en þar kemur fram sú skoðun að ömurlegt sé að „þetta fólk geti ávallt komist upp með verknaðinn, án þess að nokkurn tíma þurfa að standa frammi fyrir afleiðingum gjörða sinna. Margar svona síður hafa komið upp í gegnum tíðina (t.d. Ringulreið og Slembingur), og eina ráðið virðist vera að loka síðunum eða fylla þær af einhverju (flooda). Það hefur enginn verið viljugur til að benda á gerendur og upplýsa hverjir þeir eru, og lögreglan virðist ekkert vera á hraðferð til að taka á þessu. Allir vita að skömmun er góð forvörn. Það á ekki að þurfa að kenna stúlkum að taka ekki myndir af sér, það þarf að kenna fólki að deila þeim ekki á alnetið í óleyfi.“ Kveikja Perravaktarinnar varð þegar aðstandendur uppgötvuðu síðu sem virðist hafa það eitt að markmiði að óska eftir og deila myndum af stúlkum undir 18 ára aldri. „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð. Það eru nefnilega margir sem deila notendanöfnum á t.d. skype og snapchat, og jafnvel setja inn tölvupóstföng til að fá rúnkefnið sem hraðast, og þótt eitthvað leiðir á blindgötur eru mörg sem eru raunveruleg og innihalda raunverulegar upplýsingar um fólk. Nöfn t.d. Eitthvað af þessu er auðkennanlegt fólki sem kannast við þessa menn og hefur átt við þá samskipti, og vonin er að einhver sé tilbúin að benda á gerandann með þessar upplýsingar að vopni.“ Í lok pistils kemur fram að senda megi Perravaktinni efni, spurningar og upplýsingar í gegnum perravaktin.tumblr.com eða senda tölvupóst á [email protected]. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af aðstandendum síðunnar sem eru, eins og áður sagði, nafnlausir.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira