Nýtt útlit Mitsubishi Outlander PHEV í París Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2014 10:44 Nýtt útlit Mitsubishi Outlander PHEV. Mitsubishi mun kynna nýtt útlit tvinnbílsins Outlander PHEV á bílasýningunni í París sem hefst eftir rúma viku. Mitsubishi ætlar Outlander PHEV stórt hlutverk þrátt fyrir að hann sé tiltölulega nýr bíll og er nú þegar búið að breyta útliti hans og það sannarlega til hins betra. Framenda bílsins hefur verið gerbreytt með straumlínulöguðum ljósum, miklu krómi á gerbreyttu grillinu og flottum línum sem leika um neðri hluta framendans. Afturendinn hefur einnig breyst mikið og er allur sportlegri og fágaðri með stórum afturljósum sem teygja sig fram í hliðar bílsins. Að innan eru enn meiri breytingar og heilmikill íburður. Þar eru nú viðarinnleggingar og stöguð leðurklædd sæti. Auk þessa bíls munu 11 aðrar gerðir Mitsubishi bíla standa í sýningarsbás fyrirtækisins í París og þar á meðal Outlander PHEV rallýbíll sem atti keppni í Asia Cross Country Rally keppninni í ár. Laglegur að aftan líka. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent
Mitsubishi mun kynna nýtt útlit tvinnbílsins Outlander PHEV á bílasýningunni í París sem hefst eftir rúma viku. Mitsubishi ætlar Outlander PHEV stórt hlutverk þrátt fyrir að hann sé tiltölulega nýr bíll og er nú þegar búið að breyta útliti hans og það sannarlega til hins betra. Framenda bílsins hefur verið gerbreytt með straumlínulöguðum ljósum, miklu krómi á gerbreyttu grillinu og flottum línum sem leika um neðri hluta framendans. Afturendinn hefur einnig breyst mikið og er allur sportlegri og fágaðri með stórum afturljósum sem teygja sig fram í hliðar bílsins. Að innan eru enn meiri breytingar og heilmikill íburður. Þar eru nú viðarinnleggingar og stöguð leðurklædd sæti. Auk þessa bíls munu 11 aðrar gerðir Mitsubishi bíla standa í sýningarsbás fyrirtækisins í París og þar á meðal Outlander PHEV rallýbíll sem atti keppni í Asia Cross Country Rally keppninni í ár. Laglegur að aftan líka.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent