Veiði lokið í Eyjafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 5. október 2014 09:08 Væ bleikja úr Eyjafjarðará 2012 Árnar áEyjafjarðarsvæðinu áttu heldur erfitt sumar og þá sérstaklega í júlí þegar mikið vatn vegna leysinga angraði veiðimenn. Eyjafjarðará var tók nokkra daga þar sem hún var ansi vatnsmikil og erfið viðureignar og til að bæta gráu ofan á svart gekk fiskurinn heldur seint í hana. Áin var í þessu ástandi meira og minna út júlí og auk þess að vera vatnsmikil datt hún í lit ansi marga daga til viðbótar sem gerði ánna alveg óveiðanlega. Heildarveiðin í ánni eftir sumarið er 614 fiskar og það skiptist þannig að það veiddust 396 bleikjur, 167 sjóbirtingar, 49 staðbundnir urriðar og 2 laxar. Veiðin í fyrra var 593 fiskar samtals. Svæði 5 er jafnan mjög drjúgt í ánni og var það einnig í sumar en samtals komu 102 bleikjur upp þar í sumar. Flestir sjóbirtingar komu síðan upp af svæði 2 eins og venjulega. Veiðin í öðrum ám á svæðinu var langt undir væntingum en það var ekki fiskleysi að kenna heldur erfiðum skilyrðum, miklu og skoluðu vatni. Stangveiði Mest lesið "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði
Árnar áEyjafjarðarsvæðinu áttu heldur erfitt sumar og þá sérstaklega í júlí þegar mikið vatn vegna leysinga angraði veiðimenn. Eyjafjarðará var tók nokkra daga þar sem hún var ansi vatnsmikil og erfið viðureignar og til að bæta gráu ofan á svart gekk fiskurinn heldur seint í hana. Áin var í þessu ástandi meira og minna út júlí og auk þess að vera vatnsmikil datt hún í lit ansi marga daga til viðbótar sem gerði ánna alveg óveiðanlega. Heildarveiðin í ánni eftir sumarið er 614 fiskar og það skiptist þannig að það veiddust 396 bleikjur, 167 sjóbirtingar, 49 staðbundnir urriðar og 2 laxar. Veiðin í fyrra var 593 fiskar samtals. Svæði 5 er jafnan mjög drjúgt í ánni og var það einnig í sumar en samtals komu 102 bleikjur upp þar í sumar. Flestir sjóbirtingar komu síðan upp af svæði 2 eins og venjulega. Veiðin í öðrum ám á svæðinu var langt undir væntingum en það var ekki fiskleysi að kenna heldur erfiðum skilyrðum, miklu og skoluðu vatni.
Stangveiði Mest lesið "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði