„Sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2014 21:42 Barnungur systursonur fanga sem situr á Litla-Hrauni þótti ekki æskilegur gestur í afmælisveislu vinar síns vegna brota frænda síns. Ágúst Georg Csillag var árið 2012 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl en hann var gestur Lóu Pind í öðrum þætti Bresta sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. „Það var ein mamman sem sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf og að fólk væri að deyja af eiturlyfjum,“ sagði Ágúst, sem kýs að láta kalla sig Áka. Áki, sem er 22 ára, leiddist ungur inn í heim fíkniefna og afbrota en tólf ára gamall byrjaði hann að reykja hass. Hann reykti síðustu jónuna í Danmörku árið 2012, rétt áður en hann var handtekinn og sendur í meðferð. Hann segist aldrei ætla aftur í meðferð. „Maður fer á nokkra fundi og þarf að tala um tilfinningar sínar. Ég nenni því ekki. Og þú veist ekki hvort þú getir treyst liðinu þarna inni. Ég hef brennt mig á þessu.“ Áki er bæði í námi og vinnu á Litla-Hrauni en segir stærstu áskorun tilverunnar vera að fá tímann til að líða. Þá segir hann réttindi fanga of lítil og telur fangelsi á Íslandi langt á eftir sínum samtíma. „Þegar ég kom hingað fyrst þá fékk ég ekki einu sinni öskubakka. Ég þurfti að aska í flösku eins og róni,“ segir Áki. „Það vantar alla umbun. Til dæmis í Frakklandi geta fangar fengið gæludýr. Gullfisk eða páfagauk. “ Kynferðisbrotamenn eru að hans sögn neðst í fæðukeðjunni en segir hann þeim umbunað um of í fangelsinu. Þeir fái forgang í verslun, líkamsrækt og alla þá þjónustu sem föngum er boðið upp á. „Það þarf að níðast á barni til að fá réttindi í þessu fangelsi.“ Ágúst var ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Stutt brot úr þættinum má sjá hér fyrir ofan. Brestir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Barnungur systursonur fanga sem situr á Litla-Hrauni þótti ekki æskilegur gestur í afmælisveislu vinar síns vegna brota frænda síns. Ágúst Georg Csillag var árið 2012 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl en hann var gestur Lóu Pind í öðrum þætti Bresta sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. „Það var ein mamman sem sagði að ég væri morðingi af því að ég var að selja eiturlyf og að fólk væri að deyja af eiturlyfjum,“ sagði Ágúst, sem kýs að láta kalla sig Áka. Áki, sem er 22 ára, leiddist ungur inn í heim fíkniefna og afbrota en tólf ára gamall byrjaði hann að reykja hass. Hann reykti síðustu jónuna í Danmörku árið 2012, rétt áður en hann var handtekinn og sendur í meðferð. Hann segist aldrei ætla aftur í meðferð. „Maður fer á nokkra fundi og þarf að tala um tilfinningar sínar. Ég nenni því ekki. Og þú veist ekki hvort þú getir treyst liðinu þarna inni. Ég hef brennt mig á þessu.“ Áki er bæði í námi og vinnu á Litla-Hrauni en segir stærstu áskorun tilverunnar vera að fá tímann til að líða. Þá segir hann réttindi fanga of lítil og telur fangelsi á Íslandi langt á eftir sínum samtíma. „Þegar ég kom hingað fyrst þá fékk ég ekki einu sinni öskubakka. Ég þurfti að aska í flösku eins og róni,“ segir Áki. „Það vantar alla umbun. Til dæmis í Frakklandi geta fangar fengið gæludýr. Gullfisk eða páfagauk. “ Kynferðisbrotamenn eru að hans sögn neðst í fæðukeðjunni en segir hann þeim umbunað um of í fangelsinu. Þeir fái forgang í verslun, líkamsrækt og alla þá þjónustu sem föngum er boðið upp á. „Það þarf að níðast á barni til að fá réttindi í þessu fangelsi.“ Ágúst var ákærður fyrir að hafa árið 2011 tekið þátt í að skipuleggja og smygla ekki minna en 27 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, og aftur árið 2012 en þá nærri 22 kílóum af amfetamíni. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa um 2000 e töflur í fórum sínum. Síðastliðið haust var hann svo dæmdur, ásamt fleiri Íslendingum, í 10 ára fangelsi og gerður brottrækur frá Danmörku. Stutt brot úr þættinum má sjá hér fyrir ofan.
Brestir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira