Mikil gasmengun á Höfn Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2014 17:56 Vísir/Egill Mikil brennisteinsdíoxíðmengun mælist nú á Höfn í Hornafirði. Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Búið er að senda viðvörunarskilaboð til íbúa Hafnar. Íbúar svæðisins eru hvattir til að halda til innandyra, fylgjast með fjölmiðlum og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis, sem finna má á heimasíðum embættanna. Þá þurfa einstaklingar með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma að gæta sérstaklega að líðan sinni og hafa strax samband við lækni, finni það fyrir óþægindum. Gert er ráð fyrir að mengun verði mikil á svæðinu næsta sólarhringinn. Hér að neðan má sjá töflu um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum. Þá má einnig sjá frekari ráðstafanir sem hægt er að taka.Mynd/AlmannavarnirFrekari ráðstafanir: Ef mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþægindum jafnvel þó það dvelji innandyra er hægt að grípa til ráðstafana til að draga úr styrk mengunar innanhúss með því að útbúa einfaldan hreinsibúað. - Takið 5 gr. af venjulegum matarsóda og leysið upp í 1 lítra af vatni. - Bleytið einhverskonar klút t.d. viskastykki, þunnt handklæði eða gamaldags gasbleyju í þessari lausn. - Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr. - Festið þennan raka klút upp á einhverskonar grind, t.d. þurrkgrind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemmum. - Stillið grindinni upp í því herbergi sem ætlunin er að hreinsa loftið í. - Til að klúturinn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda rakastiginu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blómaúðabrúsa. - Til að auka virknina er gott að láta borðviftu blása á klútinn. ATH! viftan er rafmagnstæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úðabrúsanum komist ekki í viftuna. Viftan þarf að standa í öruggri fjarlægð frá klútum, ekki nær en um það bil tvo metra. Alls ekki breiða klútinn yfir sjálfa viftuna. - Ef vifta er ekki til staðar gerir klúturinn samt gagn sérstaklega ef honum er komið fyrir nálægt ofnum, en loftflæði er meira við ofna en aðra staði í íbúðinni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klútinn yfir ofninn, nóg er að hann standi á grind við hliðina á ofninum. Gætið varúðar við rafmagnsofna, aldrei má hindra loftflæði að þeim eða breiða neitt yfir þá. - Ef langvarandi mengun er til staðar þarf að skola klútinn undir rennandi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í matarsódalausnina. - Að auki er gagnlegt að skrúfa frá kaldri sturtu og hafa sturtuklefann og baðherbergisdyrnar opnar. Þessi aðferð hjálpar til við að hreinsa loftið. Bárðarbunga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Mikil brennisteinsdíoxíðmengun mælist nú á Höfn í Hornafirði. Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Búið er að senda viðvörunarskilaboð til íbúa Hafnar. Íbúar svæðisins eru hvattir til að halda til innandyra, fylgjast með fjölmiðlum og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis, sem finna má á heimasíðum embættanna. Þá þurfa einstaklingar með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma að gæta sérstaklega að líðan sinni og hafa strax samband við lækni, finni það fyrir óþægindum. Gert er ráð fyrir að mengun verði mikil á svæðinu næsta sólarhringinn. Hér að neðan má sjá töflu um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum. Þá má einnig sjá frekari ráðstafanir sem hægt er að taka.Mynd/AlmannavarnirFrekari ráðstafanir: Ef mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþægindum jafnvel þó það dvelji innandyra er hægt að grípa til ráðstafana til að draga úr styrk mengunar innanhúss með því að útbúa einfaldan hreinsibúað. - Takið 5 gr. af venjulegum matarsóda og leysið upp í 1 lítra af vatni. - Bleytið einhverskonar klút t.d. viskastykki, þunnt handklæði eða gamaldags gasbleyju í þessari lausn. - Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr. - Festið þennan raka klút upp á einhverskonar grind, t.d. þurrkgrind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemmum. - Stillið grindinni upp í því herbergi sem ætlunin er að hreinsa loftið í. - Til að klúturinn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda rakastiginu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blómaúðabrúsa. - Til að auka virknina er gott að láta borðviftu blása á klútinn. ATH! viftan er rafmagnstæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úðabrúsanum komist ekki í viftuna. Viftan þarf að standa í öruggri fjarlægð frá klútum, ekki nær en um það bil tvo metra. Alls ekki breiða klútinn yfir sjálfa viftuna. - Ef vifta er ekki til staðar gerir klúturinn samt gagn sérstaklega ef honum er komið fyrir nálægt ofnum, en loftflæði er meira við ofna en aðra staði í íbúðinni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klútinn yfir ofninn, nóg er að hann standi á grind við hliðina á ofninum. Gætið varúðar við rafmagnsofna, aldrei má hindra loftflæði að þeim eða breiða neitt yfir þá. - Ef langvarandi mengun er til staðar þarf að skola klútinn undir rennandi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í matarsódalausnina. - Að auki er gagnlegt að skrúfa frá kaldri sturtu og hafa sturtuklefann og baðherbergisdyrnar opnar. Þessi aðferð hjálpar til við að hreinsa loftið.
Bárðarbunga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira