Trion Nemesis er 2.000 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2014 09:16 Ógnvænlegur Nemesis með 2.000 hestafla vél. Lítt þekktur bílaframleiðandi, Trion Supercars, ætlar að setja þennan Trion Nemesis ofurbíl á markað í byrjun árs 2016 og hyggst smíða 50 eintök af honum. Hann verður ekki ódýr bíll og mun kosta 1 milljón dollara, eða um 120 milljónir króna. Trion Nemesis er enginn venjulegur bíll heldur með 2.000 hestafla V8 vél með 9,0 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Allt þetta afl sendir vélin til allra hjóla bílsins gegnum 8 gíra sjálfskiptingu. Nemesis er 2,8 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða og hámarkshraði bílsins er 435 km/klst. Trion Supercars lætur byggja þessa Nemesis bíla hjá N2A Motors í Kaliforníu, en N2A er sérhæft fyrirtæki í yfirbyggingum bíla. Trion Nemisis á að etja kappi við ofurbíla eins og Bugatti Veyron og Koenigsegg Agera, en kosta minna. Bæði yfirbygging og undirvagn Nemesis er úr koltrefjum og hann verðu með stillanlegri fjöðrun og veghæð. Ólíkt mörgum öðrum ofurbíl, er Nemesis með nægilega stórt skott til að rúma vænt golfsett. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Lítt þekktur bílaframleiðandi, Trion Supercars, ætlar að setja þennan Trion Nemesis ofurbíl á markað í byrjun árs 2016 og hyggst smíða 50 eintök af honum. Hann verður ekki ódýr bíll og mun kosta 1 milljón dollara, eða um 120 milljónir króna. Trion Nemesis er enginn venjulegur bíll heldur með 2.000 hestafla V8 vél með 9,0 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Allt þetta afl sendir vélin til allra hjóla bílsins gegnum 8 gíra sjálfskiptingu. Nemesis er 2,8 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða og hámarkshraði bílsins er 435 km/klst. Trion Supercars lætur byggja þessa Nemesis bíla hjá N2A Motors í Kaliforníu, en N2A er sérhæft fyrirtæki í yfirbyggingum bíla. Trion Nemisis á að etja kappi við ofurbíla eins og Bugatti Veyron og Koenigsegg Agera, en kosta minna. Bæði yfirbygging og undirvagn Nemesis er úr koltrefjum og hann verðu með stillanlegri fjöðrun og veghæð. Ólíkt mörgum öðrum ofurbíl, er Nemesis með nægilega stórt skott til að rúma vænt golfsett.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent