Offramboð á bólfélögum? sigga dögg kynfræðingur skrifar 22. október 2014 14:00 Körlum og konum er stillt upp sem keppinautum þar sem konur hafa það sem karlar vilja. Raunveruleikinn er annar. Mynd/Skjáskot Horfðu fyrst, lestu svo. Þetta myndband fjallar um hagfræðilegu hlið kynlífs og hjónabands hjá gagnkynhneigðum pörum. Það er mikilvægt að muna títt kveðna kvæðið um að vera gagnrýnin við áhorfið. Nokkrir punktar í kjölfarið.1. Kynlíf er ekki skiptidíll Kynlíf er ekki beinharður skiptidíll þar sem annar hefur það sem hinn vill. Kynlíf er það að báðir hafa eitthvað og báðir aðilar vilja njóta með hvort öðru.2. Karlar eru ekki sígraðir Karlar eru ekki með hærri kynhvöt, það að hvetja oftar til kynlíf gefur ekki til kynna hærri kynhvöt, heldur er það samfélagslegs og menningarlegs eðlis. Konur sofa hjá af allskonar ástæðum, rétt eins og karlar. Kynlíf er ekki svona svarthvítt. Og veltur ekki bara á öðrum aðilanum. Báðir þurfa að samþykkja. Æ þetta myndband sendir allar rannsóknir á kynlífi og jafnrétti aftur um fjörtíu ár.3. Kynlíf snýst ekki um framboð og eftirspurn Kynlíf passar ekki inn í hagfræðilegt módel um eftirspurn og framboð, sérstaklega ekki í samböndum. Því minni sem framboðið er, því meira minnkar eftirspurnin og öfugt. Ef makinn segir alltaf nei þá hættir hinn að reyna. Þessi rök eiga því ekki við um fólk og kynlíf. Kynlíf er ekki háð einhverju heimsmarkaðs verði og hefur ekki fallið í gildi, kynlíf er stundað af allskonar ástæðum og þær eru breytilegar eftir einstaklingum. Löngun eftir kynlíf verður alltaf til staðar hjá þeim sem langar að sofa hjá. Þetta myndband elur á mýtunni að konur eigi að „spara sig“ og ekki sofa hjá fyrir hjónaband því annars vill enginn giftast manni. Erum við komin í tímavél?Það virðist halla á þá sem langar í hjónaband því allir karlar vilja bara skyndikynni, samkvæmt mynbandinu.Mynd/Skjáskot4. Fylgni er ekki það sama og orsakasamband Þá er gott að muna eitt úr aðferðarfræði 101, fylgni er ekki það sama og orsakasamband. Þó svo að það sé heitt úti og íssala aukist og á sama tíma fjölgi fæðingum þá er ekki hægt að segja að hitastig eða íssala auki líkur á fæðingum. Þá er sérstaklega fyndið að stilla upp kynlífi og hjónabandi sem andstæðum pólum því ef það er eitthvað sem hjónaband hefur þörf fyrir þá er það kynlíf. Á sama tíma má velta því fyrir sér hverjar forsendur þessara gagna eru því það er ekkert að því að vilja ekki hjónaband. Passaðu bara að hafa á hreinu hvað það er sem þú raunverulega vilt og segðu bólfélaganum þínum frá því svo þið séuð á sömu blaðsíðunni. Þetta myndband bendir frekar á gallana í menningunni heldur en raunverulegan "innbyggðan" kynjamun.5. Það langar ekki alla til að ganga í hjónaband Ástæða þess að aldur við hjónaband hefur hækkað er vegna þess að fólk menntar sig, er saman án þess að ganga í hjónaband og barneignum hefur seinkað, það er, fólk kýs annað líf. Það er ekki lengur samasem merki á milli innsetningar lims í leggöng, okfrumu og giftingahrings. Það er eiginlega allt við þetta myndband sem fær mig til að vilja skalla tölvuskjáinn. Karlar eru ekki aular, ekki frekar en konur. Niðurstaðan er svo alveg til að fá gráu hárin til að spretta. Ef þú vilt samband, segðu það þá. Ef þú vilt bara kynlíf, segðu það þá. Ef þú vilt kynlífslaust samband, segðu það þá. Segðu það sem þú meinar og meinaðu það sem þú segir. Næst þegar þú rekst á svona umfjöllun, viltu þá vinsamlegast muna að karlar eru ekki andstæðir pólar við konur og að einstaklingsmunur er meiri en kynjamunur. Heilsa Lífið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Horfðu fyrst, lestu svo. Þetta myndband fjallar um hagfræðilegu hlið kynlífs og hjónabands hjá gagnkynhneigðum pörum. Það er mikilvægt að muna títt kveðna kvæðið um að vera gagnrýnin við áhorfið. Nokkrir punktar í kjölfarið.1. Kynlíf er ekki skiptidíll Kynlíf er ekki beinharður skiptidíll þar sem annar hefur það sem hinn vill. Kynlíf er það að báðir hafa eitthvað og báðir aðilar vilja njóta með hvort öðru.2. Karlar eru ekki sígraðir Karlar eru ekki með hærri kynhvöt, það að hvetja oftar til kynlíf gefur ekki til kynna hærri kynhvöt, heldur er það samfélagslegs og menningarlegs eðlis. Konur sofa hjá af allskonar ástæðum, rétt eins og karlar. Kynlíf er ekki svona svarthvítt. Og veltur ekki bara á öðrum aðilanum. Báðir þurfa að samþykkja. Æ þetta myndband sendir allar rannsóknir á kynlífi og jafnrétti aftur um fjörtíu ár.3. Kynlíf snýst ekki um framboð og eftirspurn Kynlíf passar ekki inn í hagfræðilegt módel um eftirspurn og framboð, sérstaklega ekki í samböndum. Því minni sem framboðið er, því meira minnkar eftirspurnin og öfugt. Ef makinn segir alltaf nei þá hættir hinn að reyna. Þessi rök eiga því ekki við um fólk og kynlíf. Kynlíf er ekki háð einhverju heimsmarkaðs verði og hefur ekki fallið í gildi, kynlíf er stundað af allskonar ástæðum og þær eru breytilegar eftir einstaklingum. Löngun eftir kynlíf verður alltaf til staðar hjá þeim sem langar að sofa hjá. Þetta myndband elur á mýtunni að konur eigi að „spara sig“ og ekki sofa hjá fyrir hjónaband því annars vill enginn giftast manni. Erum við komin í tímavél?Það virðist halla á þá sem langar í hjónaband því allir karlar vilja bara skyndikynni, samkvæmt mynbandinu.Mynd/Skjáskot4. Fylgni er ekki það sama og orsakasamband Þá er gott að muna eitt úr aðferðarfræði 101, fylgni er ekki það sama og orsakasamband. Þó svo að það sé heitt úti og íssala aukist og á sama tíma fjölgi fæðingum þá er ekki hægt að segja að hitastig eða íssala auki líkur á fæðingum. Þá er sérstaklega fyndið að stilla upp kynlífi og hjónabandi sem andstæðum pólum því ef það er eitthvað sem hjónaband hefur þörf fyrir þá er það kynlíf. Á sama tíma má velta því fyrir sér hverjar forsendur þessara gagna eru því það er ekkert að því að vilja ekki hjónaband. Passaðu bara að hafa á hreinu hvað það er sem þú raunverulega vilt og segðu bólfélaganum þínum frá því svo þið séuð á sömu blaðsíðunni. Þetta myndband bendir frekar á gallana í menningunni heldur en raunverulegan "innbyggðan" kynjamun.5. Það langar ekki alla til að ganga í hjónaband Ástæða þess að aldur við hjónaband hefur hækkað er vegna þess að fólk menntar sig, er saman án þess að ganga í hjónaband og barneignum hefur seinkað, það er, fólk kýs annað líf. Það er ekki lengur samasem merki á milli innsetningar lims í leggöng, okfrumu og giftingahrings. Það er eiginlega allt við þetta myndband sem fær mig til að vilja skalla tölvuskjáinn. Karlar eru ekki aular, ekki frekar en konur. Niðurstaðan er svo alveg til að fá gráu hárin til að spretta. Ef þú vilt samband, segðu það þá. Ef þú vilt bara kynlíf, segðu það þá. Ef þú vilt kynlífslaust samband, segðu það þá. Segðu það sem þú meinar og meinaðu það sem þú segir. Næst þegar þú rekst á svona umfjöllun, viltu þá vinsamlegast muna að karlar eru ekki andstæðir pólar við konur og að einstaklingsmunur er meiri en kynjamunur.
Heilsa Lífið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira