Lögmaður gamanleikarans Bill Cosby hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ásakana sem á Cosby hafa verið bornar að undanförnu um að hann hafi nauðgað fjölda kvenna.
Segir hann ásakanirnar ekki svaraverðar og með öllu tilhæfulausar. Þær hafi verið ósannar þegar þær komu fyrst fram fyrir áratugum síðan og séu það enn í dag.
Cosby ætlar ekki að tjá sig um málið umfram áðurnefnda yfirlýsingu.

