Síðasta sólarhring hafa mælst rúmlega 60 skjálftar við Bárðarbungu. Enginn skjálfti náði fimm stigum. Um 10 skjálftar voru milli fjögur og fimm stig en aðrir minni.
Lítil virkni hefur verið í bergganginum og ekki sést til gosstöðvanna eins og er á vefmyndavélum.
Síðustu tvo sólarhringa hafa því mælst 120 skjálftar við Bárðarbungu.
