Volkswagen með 10 gíra sjálfskiptingu Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 09:43 Dísilvél í Volkswagen bíl. Volkswagen hefur gegnum tíðina stuðlað að mýmörgum nýjungum í bíla og ekki síst er kemur að drifrásum bíla. Enn heldur Volkswagen áfram að ryðja þær brautir og hefur nú kynnt nokkrar til viðbótar. Ein þeirra er 10 gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum sem stuðla á að minnkandi eyðslu bíla þeirra og getur tengst vélum með togi allt að 550 Nm. Í nýjasta bíl Volkswagen, Passat, kynnti Volkswagen fyrir stuttu 236 hestafla dísilvél sem aðeins er með 2,0 lítra sprengirými og er sú vél aflmesta fjögurra strokka dísilvélin á markaðnum auk þess að eyða aðeins 5,3 lítrum. Volkswagen segir hinsvegar að gera megi betur með þá vél og þeir hafi nú þróað hana til að skila 272 hestöflum og um 450 Nm togi. Það eru stærri tölur en fást úr 3,0 lítra V6 TDI vélinni sem í boði er í nokkrum Audi bílum. Vel gert þar. Volkswagen hefur einnig þróað enn betri stop/start búnað sem slekkur á vélinni ef farið er undir 7 km hraða, fislétta yfirbyggingu sem þróuð er út frá keppnisbílum úr akstursíþróttum og leiðsögukerfi sem lærir á aksturslag ökumanna. Þar á bæ halda menn stöðugt áfram að þróa búnað í bíla sem bæði gagnast í þeirra eigin bílum en einnig hafa skilað sér í öðrum bílgerðum, ökumönnum til heilla. Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent
Volkswagen hefur gegnum tíðina stuðlað að mýmörgum nýjungum í bíla og ekki síst er kemur að drifrásum bíla. Enn heldur Volkswagen áfram að ryðja þær brautir og hefur nú kynnt nokkrar til viðbótar. Ein þeirra er 10 gíra sjálfskipting með tveimur kúplingum sem stuðla á að minnkandi eyðslu bíla þeirra og getur tengst vélum með togi allt að 550 Nm. Í nýjasta bíl Volkswagen, Passat, kynnti Volkswagen fyrir stuttu 236 hestafla dísilvél sem aðeins er með 2,0 lítra sprengirými og er sú vél aflmesta fjögurra strokka dísilvélin á markaðnum auk þess að eyða aðeins 5,3 lítrum. Volkswagen segir hinsvegar að gera megi betur með þá vél og þeir hafi nú þróað hana til að skila 272 hestöflum og um 450 Nm togi. Það eru stærri tölur en fást úr 3,0 lítra V6 TDI vélinni sem í boði er í nokkrum Audi bílum. Vel gert þar. Volkswagen hefur einnig þróað enn betri stop/start búnað sem slekkur á vélinni ef farið er undir 7 km hraða, fislétta yfirbyggingu sem þróuð er út frá keppnisbílum úr akstursíþróttum og leiðsögukerfi sem lærir á aksturslag ökumanna. Þar á bæ halda menn stöðugt áfram að þróa búnað í bíla sem bæði gagnast í þeirra eigin bílum en einnig hafa skilað sér í öðrum bílgerðum, ökumönnum til heilla.
Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent