Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ 24. nóvember 2014 21:16 „Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig.“ Þessi svör fengu umsjónarmenn Bresta þegar þess var freistað að fá að skoða aðbúnað fólks við Funahöfða í Reykjavík. Þar búa um fjörutíu manns af öllum toga - ungt fólk í háskólanámi, einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig á leigumarkaði og fjölskyldufólk. Þá eru þar fíklar, einstaklingar á sakaskrá og aðrir sem fetað hafa grýtta slóð. Byggingin er skráð sem iðnaðarhúsnæði samkvæmt fasteignaskrá. Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri Atlants Holding ehf en félagið á stórar eignir í Funahöfða 17a og 19 og við Smiðjuveg í Kópavogi. Stefán gaf ekki kost á viðtali og vildi ekkert tjá sig um það sem fram fer í þessum iðnaðarhúsnæðum eða fullyrðingar þeirra sem þar búa. Hvorki um aðbúnað, hreinlæti eða handahófskenndar hækkanir á leigu. Sama á við um spurninguna hvort leigjendur séu í raun og veru sviptir málfrelsi sínu.Húsvörður neitaði umsjónarmönnum Bresta um inngöngu.Óþrifnaðurinn algjör Leigjendur sem rætt var við í þættinum lýstu aðbúnaðnum sem vægast sagt ógeðslegum. Þeir segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. Þó segja þeir að aðbúnaður hafi bæst umtalsvert að undanförnu. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ segir einn leigjandinn en flestir voru afar smeykir við að ræða aðbúnaðinn.„Þetta var hræðilegt og illa þrifið,“ segir fyrrum leigjandi og húsvörður.„Þetta var hræðilegt“ Þá segir fyrrum leigjandi og húsvörður aðstöðuna hafa verið hryllilega. „Þetta var hræðilegt og illa þrifið. Það var ekki búið að þrífa í mánuð þegar ég flutti inn. Ég tók að mér þessa vinnu þegar ég flutti inn. Ég þurfti að þrífa þrisvar sinnum á sama degi, fyrsta skiptið. Þetta var eiginlega bara hár og skítur og ég held ég hafi þurft að fara í gegnum eina og hálfa flösku af klóri inni á baðherbergjum. Bara til að sótthreinsa og taka lyktina burt. Sturtuklefarnir leka, flest klósettin eru biluð,“ segir hann. Brestir hafa heimildir fyrir því að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tryggingu vegna leigunnar endurgreidda og er fyrrnefndur leigjandi þar á meðal. „Fólk sem átti að fá trygginguna til baka þurfti að berjast fyrir að fá hana aftur. Maður heyrði varla neitt frá honum (Stefáni). Til að fá mína tryggingu til baka þurfti ég að skera nokkra hjartastrengi í honum [...] Ég þurfti að semja mig niður til þess að hafa hann ekki á móti mér og fékk 35 þúsund í stað 50.“Sígaretturstubbar og annar óþrifnaður er víða um húsnæðið.„Vil ekki missa íbúðina“ Leigjendur kvarta sáran yfir framkomu sem þeim er sýnd og þegar ungt par ætlaði að sýna Brestum herbergið sitt var bankað á hurðina. Þar var húsvörðurinn á ferð sem skipaði Brestafólki að halda á brott. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Í 6. þætti Bresta var rýnt í þessi mál. Eignir Stefáns Kjærnested verða skoðaðar en einnig önnur dæmi þar sem einstaklingar búa við slæman kost í ólöglegu húsnæði. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, hefur skoðað þessi mál síðustu tíu ár eða svo. „Þetta er hin hliðin á samfélaginu,“ segir Bjarni. Brestir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira
„Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig.“ Þessi svör fengu umsjónarmenn Bresta þegar þess var freistað að fá að skoða aðbúnað fólks við Funahöfða í Reykjavík. Þar búa um fjörutíu manns af öllum toga - ungt fólk í háskólanámi, einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að fóta sig á leigumarkaði og fjölskyldufólk. Þá eru þar fíklar, einstaklingar á sakaskrá og aðrir sem fetað hafa grýtta slóð. Byggingin er skráð sem iðnaðarhúsnæði samkvæmt fasteignaskrá. Stefán Kjærnested er framkvæmdastjóri Atlants Holding ehf en félagið á stórar eignir í Funahöfða 17a og 19 og við Smiðjuveg í Kópavogi. Stefán gaf ekki kost á viðtali og vildi ekkert tjá sig um það sem fram fer í þessum iðnaðarhúsnæðum eða fullyrðingar þeirra sem þar búa. Hvorki um aðbúnað, hreinlæti eða handahófskenndar hækkanir á leigu. Sama á við um spurninguna hvort leigjendur séu í raun og veru sviptir málfrelsi sínu.Húsvörður neitaði umsjónarmönnum Bresta um inngöngu.Óþrifnaðurinn algjör Leigjendur sem rætt var við í þættinum lýstu aðbúnaðnum sem vægast sagt ógeðslegum. Þeir segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. Þó segja þeir að aðbúnaður hafi bæst umtalsvert að undanförnu. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ segir einn leigjandinn en flestir voru afar smeykir við að ræða aðbúnaðinn.„Þetta var hræðilegt og illa þrifið,“ segir fyrrum leigjandi og húsvörður.„Þetta var hræðilegt“ Þá segir fyrrum leigjandi og húsvörður aðstöðuna hafa verið hryllilega. „Þetta var hræðilegt og illa þrifið. Það var ekki búið að þrífa í mánuð þegar ég flutti inn. Ég tók að mér þessa vinnu þegar ég flutti inn. Ég þurfti að þrífa þrisvar sinnum á sama degi, fyrsta skiptið. Þetta var eiginlega bara hár og skítur og ég held ég hafi þurft að fara í gegnum eina og hálfa flösku af klóri inni á baðherbergjum. Bara til að sótthreinsa og taka lyktina burt. Sturtuklefarnir leka, flest klósettin eru biluð,“ segir hann. Brestir hafa heimildir fyrir því að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tryggingu vegna leigunnar endurgreidda og er fyrrnefndur leigjandi þar á meðal. „Fólk sem átti að fá trygginguna til baka þurfti að berjast fyrir að fá hana aftur. Maður heyrði varla neitt frá honum (Stefáni). Til að fá mína tryggingu til baka þurfti ég að skera nokkra hjartastrengi í honum [...] Ég þurfti að semja mig niður til þess að hafa hann ekki á móti mér og fékk 35 þúsund í stað 50.“Sígaretturstubbar og annar óþrifnaður er víða um húsnæðið.„Vil ekki missa íbúðina“ Leigjendur kvarta sáran yfir framkomu sem þeim er sýnd og þegar ungt par ætlaði að sýna Brestum herbergið sitt var bankað á hurðina. Þar var húsvörðurinn á ferð sem skipaði Brestafólki að halda á brott. „Ég vil eiginlega ekki missa íbúðina,“ sagði leigjandinn þá og þar með lauk heimsókninni. Í 6. þætti Bresta var rýnt í þessi mál. Eignir Stefáns Kjærnested verða skoðaðar en einnig önnur dæmi þar sem einstaklingar búa við slæman kost í ólöglegu húsnæði. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, hefur skoðað þessi mál síðustu tíu ár eða svo. „Þetta er hin hliðin á samfélaginu,“ segir Bjarni.
Brestir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira