Ford Mondeo fyrirtækjabíll ársins í Danmörku Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2014 10:19 Ford Mondeo árgerð 2015. Frændur okkar í Jyllands Posten í Danmörku kjósa ár hvert þann bíl sem þeir telja besta kostinn fyrir fyrirtæki að kaupa. Í ár völdu þeir Ford Mondeo sem fyrirtækjabíl ársins, eða BusinessBilen 2015. Ford Mondeo var valinn umfram þrjá aðra bíla sem komust í úrslit, en það voru Volkswagen Passat, Volvo V60 og Audi A4. Dómnefndin taldi sérstaklega til úthugsaða innréttingu Ford Mondeo. Stillingamöguleikar framsætanna og nuddpúðar sem í þeim eru heilluðu dómnefndina, en í hvoru sæti eru 11 nuddpúðar sem auka á vellíðan farþega í akstri. Ford Mondeo er ,líkt og nýr Volkswagen Passat, af nýrri gerð sem verið er að kynna þessa dagana. Með þessari tilnefningu Ford Mondeo aukast möguleikarnir á því að hann verði einnig fyrir valinu sem bíll ársins í Danmörku, en tilkynnt verður um það val næstkomandi miðvikudag. Með vali sínu nú er hann kominn í hóp 6 bíla sem um bíl ársins keppa þetta árið. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent
Frændur okkar í Jyllands Posten í Danmörku kjósa ár hvert þann bíl sem þeir telja besta kostinn fyrir fyrirtæki að kaupa. Í ár völdu þeir Ford Mondeo sem fyrirtækjabíl ársins, eða BusinessBilen 2015. Ford Mondeo var valinn umfram þrjá aðra bíla sem komust í úrslit, en það voru Volkswagen Passat, Volvo V60 og Audi A4. Dómnefndin taldi sérstaklega til úthugsaða innréttingu Ford Mondeo. Stillingamöguleikar framsætanna og nuddpúðar sem í þeim eru heilluðu dómnefndina, en í hvoru sæti eru 11 nuddpúðar sem auka á vellíðan farþega í akstri. Ford Mondeo er ,líkt og nýr Volkswagen Passat, af nýrri gerð sem verið er að kynna þessa dagana. Með þessari tilnefningu Ford Mondeo aukast möguleikarnir á því að hann verði einnig fyrir valinu sem bíll ársins í Danmörku, en tilkynnt verður um það val næstkomandi miðvikudag. Með vali sínu nú er hann kominn í hóp 6 bíla sem um bíl ársins keppa þetta árið.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent