Eftir gríðarlegar vinsældir PRO Perfect Curl járninu ynnir BaByliss Curl Secret fyrir hinn almenna neytanda. Curl Secret mun breyta því hvernig þú krullar á þér hárið, á fljótlegan og auðveldan hátt.

BaByliss Curl Secret dregur hárið sjálfkrafa inn í keramikhólf. Þar er hárið hitað úr öllum áttum og útkoman eru fallegar krullur á örskömmum tíma. Curl Secret hefur tvær hitastillingar, 210°C og 230°C og þrjár tímastillingar; 8, 10 og 12 sekúndur. Því lengur sem hárið er hitað því þéttari verða krullurnar. Hægt er að stilla í hvaða átt krullurnar fara.
Curl Secret er hægt að nota á sítt og millisítt hár. Einnig á flestar hártegundir svo sem, fínt, viðkvæmt, litað og einnig á liðað hár.

Hárið skal vera hreint, þurrt og vel greitt í gegn. Lokkurinn sem á að krulla má ekki vera breiðari en 3 sm. Ef hárið er mjög sítt skal hafa lokkinn mjórri. Einnig gæti þurft að byrja neðar í hárinu ef það er mjög sítt.
Haltu krullujárninu opnu og snúðu krulluhólfinu að höfðinu. Haltu lokknum sem á að krulla beinum og lokaðu járninu um lokkinn þar sem þú vilt byrja að krulla. Slepptu lokknum og tækið togar hann sjálfkrafa inn. Bíðið eftir hljóðmerki og opnið þá tækið varlega.
Stilling 8 (8 sek) 3 hljóðmerki: lausar bylgjukrullur
Stilling 10 (10 sek) 4 hljóðmerki: mjúkar krullur
Stilling 12 (12 sek) 5 hljóðmerki: þéttar krullur
Þriggja ára ábyrgð.